Wednesday, May 30, 2012

Plantað og sáð

28. maí sáði ég fyrir Steinselju, vatnakarsa,vorlauk salati kamillu, klettasalati, radísum og dilli í Smálöndum.  Viku áður sáði ég fyrir gulrótum og nokkrum dögum áður fyrir rauðrófum og svartrótum  Ég plantaði líka út lauknum og brokkolíi sem ég var búin að forrækta.  Þá á ég bara eftir að sá fyrir baunum og planta út Fenneli sem ég er að herða núna. Mér áskotnuðust tvær grænkálsplöntur og einnig tómatplöntur af yrkinu Ailsa Craig sem mér skilst að geti verið harðgerðir og er ég að herða þær plöntur núna og ætla að hafa þær úti í keri í garðinum.

Kartöflurnar eru komnar niður, Premium og svo einhverjar sortir sem ég fann í garðinum sem við vorum að fá í sumar.

Eplatrén mín eru með einhverjum lúsakvikindum og kom Askur Tré Asparson og tók myndir af þeim og ætlar að láta greina þær og gefa mér ráð um hvað hægt sé að gera.  Toppurinn brotnaði líka á Savstaholm trénu mínu, líklega hefur stelpan mín verið að hamast í vírnum sem það er bundið við og það ekki nægilega fest.  Margt er að varast.

Ég er farin að uppskera radísur, graslauk og steinselju síðan í fyrra.  Stutt er líka í salat en eitthvert kvikindi, líklega köttur vill fara í salatbeðið og liggja þar og róta upp plöntunum.

Kartöflurnar tilbúnar til niðursetningar

Komin á sinn stað í beðið

Fallegir túlipanar hjá nágranna mínum í Smálöndunum

Forræktaði nokkrar baunir sem eru komnar í pott í garðinum

Fennel

Rósmarín, ætla að setja það í ker 

Tómatar sem ég fékk hjá Arnari nágranna í Smálöndum, Ailsa Craig

Salatið að koma til 

Fyrsta uppskera af radísum

Blað af eplatré, þau eru öll sýkt hjá mér

Mjög léleg mynd af lúsinni

Brokkolíplanta komin á sinn stað

Laukurinn 

Sólblóm

Moldin sigtuð

Verið að undirbúa beð

Gott að gera uppdrátt af garðinum svo maður viti hvað er hvað

Tuesday, May 15, 2012

Tómatapælingar

Ég er búin að vera að leita mér upplýsinga um hve stóra potta tómatplönturnar þurfa.  Spurði um þetta í Blómavali og fékk ekki góðar upplýsingar.  Á odla.nu las ég að líklega væri nóg að hafa þá í pottum sem eru um 40 cm breiðir og rúma á milli 4-10 lítra af mold.  Ætla að fara eftir þessu

Sunday, May 13, 2012

Beðið eftir betra veðri



Nú erum við búin að stinga upp garðana í Smálöndum og bera á þá.  Setti hænsnaskít og garðamjöl í annan garðinn en í hinn garðinn þar sem kartöflurnar verða settar niður fór gamall hrossaskítur og garðamjöl.  Nú á ég bara eftir að kalka og setja brennistein í kartöflugarðinn.  Aðeins er farið að kræla á radísunum, salatinu og vorlauknum sem ég sáði fyrir en baunirnar sem ég sáði út láta ekki sjá sig enda líklega alltof kalt fyrir þær ennþá.  Ég sáði því fyrir baunum inni í dag.  Mér finnst þær hafa blómstrað of seint undanfarin 2 ár og ég misst þær í haustfrostum.





Brokkolíplönturnar mínar eru kyrkingslegar.  Mér ætlar ekki að takast vel upp með að forrækta þær.  Ætla að prufa að vökva þær reglulega með hænsnaskítsvatni.
Hindberjarótarskot
Sólberjarunnarnir eru farnir að blómstra,

Sáði fyrir Fenneli  29.4.  Þær plöntur eru komnar upp.

Allt tilbúið fyrir baunirnar, sáði fyrir þeim 29 apríl en ekkert bólar á þeim.

radísurnar fyrir 2 vikum, orðnar töluvert stærri núna

Baunir

rósmarínið vex hægt

rautt grænkál er byrjað að vaxa aftur

Fólk er byrjað að stinga upp garðana í Smálöndunum

líf í Smálöndunum

Chili

Tómatplöntur áður en þær voru priklaðar




Búið að prikla þær

Kúrbíturinn

Verið að stinga upp garðana í smálöndum


Önnur mynd af kúrbítsplöntunum, þær vaxa hratt

Brokkolíið er hálf ljótt

Sumarblóm, Pansy

Timian vex ágætlega
Sáði steinum af lífrænum appelsínum 29 apríl, það bólar nú ekkert á þeim ennþá

Sáði fyrir sólblómum 29. maí. Komnar fínar plöntur

Einnig sléttblaða steinselju, komnar litlar plöntur.