Monday, June 25, 2012

Sól og þurrkur

Það hefur varla rignt frá því að ég setti í garðinn.  Það þýðir að vökva þarf meira eða minna á hverjum degi.  Á þessu stigi ræktunarinnar þarf líka að passa uppá að arfinn komist ekki á fullt skrið.  Flest er að koma upp hjá mér.  Baunirnar eru komnar á gott skrið, einnig gulrætur og rauðrófurnar.  Brokkolíið og fennelið lítur betur út en á horfðist.  Ég setti niður aspasrætur sem ekki hafa látið á sér kræla.  Það sést glitta í svartræturnar.

Pöddurnar á eplatrénu mínu (sem ég sá svo að voru líka á víðilimgerðinu) heita Laufrani http://www.ni.is/poddur/nattura/poddur/nr/13788   hér má lesa um kvikindið.  Þetta eru víst ranabjöllur sem geta verið skæðar.  Er að reyna að finna út hvort ég þurfi að grípa til róttækra aðgerða.  Veit það ekki enn.  Pöddurnar eru horfnar í bili.  Líklega búnar að verpa sínum eggjum í blöðin.  Trén líta að minnsta kosti betur út.
Zucchiniplönturnar blómstra mikið en blómin sölna jafnóðum.

Jarðaberin í fullum blóma


Gulrætur, þarf að grisja þær

Brokkolí

Steinselja

Hvítlaukur



Chili



Paprika

Fennel

Rauðbeður

Sólblóm

Baunir

Kartöflugrös

Gúrka í blóma

Tómatar

Grænmetishornið í stofunni minni

Sunday, June 10, 2012

Þurrkatíð

Mikil þurrkatíð er núna og er nauðsynlegt að vökva vel á hverjum degi.  Ég er hrædd um litlu plönturnar mínar, vona að þær sleppi þokkalega.  Var að umpotta Zucchini  í dag.  Er með 3 plöntur í bílskúrnum sem eru farnar að blómstra.  Í fyrsta sinn sem ég rækta Zucchini.  Tómatar og gúrka þurfa líka umpottun mjög bráðlega.

Nokkrar myndir

Timian vex hægt

Lavender sem ég sáði fyrir í fyrra

Zucchini blóm

Steinseljur

Baunagrös

Tómatar sem eru ósköp vesælir

Sáði fyrir þessum fjólum og þær eru farnar að blómstra

Kúmen

Eplatrén farin að taka við sér eftir pödduárás í vor

Súrkirsiber í blóma.  Það er enn í potti

Wednesday, June 6, 2012

Blóm gefa fyrirheit um gómsæt ber

Í byrjun júní tók ég eftir að bæði jarðaberjaplönturnar og súrkirsiberjatréið eru í blóma.  Falleg sjón og gefur fyrirheit um gómsæt ber síðar.  Jarðaberjaplönturnar eru farnar  að dreifa sér um garðinn.
Í þurrkatíðinni er gott að fá aðstoð við vökvunina

Blóm á súrkirsiberjatrénu.

Jarðaberjablóm

Garðurinn í Smálöndunum.
Er búin að planta og sá í öll beð í Smálöndunum.  Keypti ekki neitt forræktað í þetta sinn.   Setti niður aspasrætur, verður gaman að sjá hvort þær spjari sig.