Monday, July 30, 2012

Hásumar

Sumarið hefur verið mjög þurrt og mikið hefur þurft að vökva.  Mér finnst sprettan ekki eins góð og í fyrra þótt þá hafi vorið verið ansi kalt.
Ég er farin að uppskera ýmislegt, svosem jarðaber, sólber, baunir, salat, gúrku, zucchini, graslauk, timian, rósmarín svo eitthvað sé nefnt.  Gulrætur og rauðrófur fara að verða tilbúnar en mér líst ekki á brokkolíið í ár.  Það hefur sett allan sinn kraft í blaðvöxtinn.  Aspasinn er kominn með nokkra sprota.  Tók upp einn hvítlauk sem var enn alveg óskiptur og fremur smár.
Grænmetisgarðurinn í stofunni.  Þarna eru tómatar, gúrka, chili, paprika

paprikublóm

zucchini

Sykurbaunir


þessi voru fljót að klárast

gúrkan, hún var gómsæt