Friday, August 17, 2012

Góð spretta

Eftir rigninguna síðustu daga hefur gróðurinn aldeilis tekið við sér.  Garðarshólmi er í miklum blóma og uppskeran er sérdeilis góð.

Hér sést uppskeran í dag.  Þarna eru rauðrófur, gulrætur, kartöflur, hvítlaukur, salat , fennel og krydd.
Gulræturnar eru aðeins étnar líklega af gulrótarflugunni en það er samt hægt að nota þær.  Þarna sjást bæði rauðar kartöflur og premium. Hvítlaukurinn er fremur smár og lítið búinn að skipta sér.  

Loksins eru sólblómin útsprungin.  

Þarna sést yfir Garðarshólma.  Baunir eru í forgrunni

Dill og nóg af því.  

Fennelið er glæsilegt grænmeti 

Baunirnar eru farnar að þroskast.

Hér sést kúrbítur sem er staðsettur í bílskúrnum mínum.

Hindberjarunnin gefur vel af sér í ár

Eplatré

Baunir í garðinum mínum, ég hef þær í stóru keri og það kemur vel út.

Við erum á fullu að tína jarðaber, sólber og hindber.  Það kom ágætlega út að sá salati með 1-2 vikna millibili.  Við eigum enn alveg fullt af salati.



Sunday, August 12, 2012

Rigningartíð

Nú rignir í fyrsta sinn að einhverju ráði í sumar.  Ég hef ekkert þurft að vökva í nokkra daga.  Það hefur ekki gerst frá því að ég sáði í vor.  Þá gefst tími til að gera aðra hluti sem er ágætt.
Nú er jarðaberjatíminn í algleymi og við tínum á hverjum degi.  Einnig eru hindberin farin að roðna, ég sé fram á að fá nokkur stykki í ár.  Í fyrra fékk ég eitt.  Sólberin eru líka tilbúin og við tínum þau upp í okkur jafnóðum.
Salatið er orðið hálf úr sér vaxið og mikið af sniglum í því.  Þarf að muna að sá oftar næsta sumar.
Gulræturnar eru ormétnar, það er líklega gulrótarfluga sem á þær herjar.  Mér var sagt að það þyrfti að vera smá gola á vaxtarstaðnum en gulrótarbeðið mitt er í miklu skjóli.
Kartöfluuppskeran er lítil í ár.  Bara 2-3 kartöflur undir hverju grasi, ekki mikill jarðvegur í kartöflubeðinu.  Ég setti þó ríflega af hrossaskít sem varð þess valdandi að beðið hefur verið þakið arfa í allt sumar.  Það hjálpar ekki sprettunni.  Kartöflurnar sem koma eru þó fallegar og bragðgóðar.
Ég er búin að taka upp einn hvítlauk sem var lítill og hafði ekki skipt sér en mjög góður.  Þarf líklega að taka þá alla upp þar sem grösin eru alveg gulnuð. Ég þarf samt að biða eftir þurrki.
Rauðrófurnar eru fínar enn sem komið er.
Dillið er tilbúið og er ljúffengt með kartöflunum og rauðrófunum.  Ég ætla að rækta meira af því á næsta ári.

ber og salat úr garðinum á Kambsvegi
Heimferð úr Garðarshólma

Gulrætur 

rauðrófur

Aspas sprotar

Brokkolí, ætlar ekki að gefa mér neina hausa bara stór blöð

Gulrótargrös

laukur

Kartöflugrösin eru hálf gul og smá

Premium kartöflur

Fennel er alveg að verða klárt

rauðrófugrösin