Þann 17. apríl sáði ég fyrir
1) Lavender "Ellegance sky". Samkvæmt umbúðum spírar það eftir 21-42 daga ( er strax farið að spíra) Planta út með 30 cm milli raða og 35cm á milli plantna
Á pakkanum stendur að það blómstri á fyrsta ári. Við sjáum til.
2) Thyme. Því skal planta með 25 cm millibili, Stax farið að spíra vel.
3) Onion Bonus. Planta að lokum með 23 cm millibili og 30 cm á milli raða. Hlakka til að prufa laukinn
4) Kúmen. Sá ekkert kúmenfræ svo að ég tók bara úr kryddkrukkunni. Ekkert farið að gerast enn. Las áðan í "Kryddað og Kokkað" að maður ætti að sá fyrir því að hausti. Prufa bara aftur þá.
5) Microsalat, strax farin að nota það
6) Cress
Microsalat |
22. apríl sáði ég fyrir:
7) Broccoli (sprouting) early purple. Á pakkanum stendur að þegar græðlingar eru orðnir 10 cm háir þá plantar maður þeim með 60 cm millibili milli raða og plantna. Það er strax farið að spíra. Ég hef venjulega keypt forræktað broccoli og mér finnst ganga mjög vel að rækta það. Maður þarf að vera vakandi fyrir því að uppskera á réttum tíma.
8) Fennel Di Firenze. 45 cm á milli raða og 20 cm á milli plantna. Hef ekki prufað Fennel áður.
9)Basilika Sweet basil genovese.
10)Pottakoriander. Fann þessi fræ í ísskápnum síðan í fyrra. Var með Kóríander úti í garði en það gekk ekki vel. Fór strax að blómstra og var ónýtt.
Ég nota dollur undan ýmsum mjólkurmat. Gott er að hafa lokið á, á meðan fræ er að spíra |
No comments:
Post a Comment