ósköp vesöl þessi |
Wednesday, May 25, 2011
Vandamál í ræktun
Nú stendur forræktun yfir og gluggakistur fullar af litlum græðlingum. Það er ekki besti staðurinn fyrir þá þar sem oft verður of heitt og kannski ekki alveg nóg birta. En maður notar það sem maður hefur og ég bý ekki svo vel enn sem komið er að eiga gróðurhús, það er þó draumurinn. Kryddin þrífast ágætlega, en brokkolíið þrífst ekki sem best, blöðin eru gul og það vex illa. Er búin að vökva með Maxicrop áburði.
Ég spurði snillingana í Garðyrkjufélaginu en á síðunni þeirra er hægt að senda inn spurningar og yfirleitt fær maður mjög greinargóð svör. Það stóð ekki á svörum í þetta sinn frekar en endra nær. Hafsteinn áleit að plönturnar skorti að öllum líkindum nitur og ég gæti notað annað hvort tilbúin NPK áburð eða hænsnaskít blönduðum í vatni. Þá er blandan 1 msk í 1 lítra af vatni og leyfa blöndunni að liggja eina nótt áður en vökvað er með henni. Þar sem ég reyni eins og ég get að vera lífræn í minni ræktun þá ætla ég að prufa þetta. Takk Hafsteinn.
Labels:
forræktun,
spergilkál,
vandamál
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Vííí ... búin að lesa bloggið þitt.. rosalega er gaman að lesa það :)
ReplyDeleteMun eflaust smitast af grænu puttunum þínum :)