Hann þarf sólríkan og skjólgóðan stað og léttan og molturíkan jarðveg og gott er að hafa beð upphækkuð. Hann á að setja niður á haustin og gott er að miða við miðjan september og fram í seinni hluta október. Setja niður þokkalega stór rif og á rótarendinn að snúa niður. Hafa um 25-30cm á milli raða og 10-15 cm á milli rifja og er því plantað um 5-8 cm djúpt. Ágætt getur verið að skýla þeim þegar þeir fara að skjóta upp kollinum, stundum í nóvember en oft ekki fyrr en í febrúar. Þegar laufin fara að gulna þá er tímabært að taka hann upp, oft svona í ágúst.
( bls 17-20 Garðyrkjuritið 2011)
Þetta er laukurinn sem ég keypti. Þessi tegund var ekki nefnd í greininni þeirra. |
No comments:
Post a Comment