Það er dálítið maus að taka þær upp því þær vilja brotna.
Ég tók upp slatta af grænkáli í lok september og var að flýta mér svo mikið að allt fór beint í frystinn án nokkurs undirbúnings. Í kvöld gerði ég svo grænkálssnakk en uppskriftin kemur frá Þórgunni vinkonu í gegnum krókaleiðir.
Maður blandar saman
1 msk tahini
1 msk tamarisósu
1 msk sítrónusósu
1 hvítlauksrifi
Tekur grænkálið og veltir uppúr þessu og þurrkar svo í ofni við ca 80-100gráður í um klst. Mér finnst þetta ljúffengt og mun gera þetta aftur.
Svo bæti ég við mynd af laumufarþegunum frá Osló.
Týndi eikarakörn á Karl Johan og þetta villiepli ekki langt frá. Ætla að sá þessu við fyrsta tækifæri. |
No comments:
Post a Comment