Snjór er nú yfir öllu. Mér finnst garðurinn mjög fallegur í vetrarbúningi. Enn eru nokkur ber á runnum og blómin standa visin í pottunum eins og skúlptúrar.
Ég á enn kartöflur í geymslunni og Chili á plöntunum inni. Í frystinum er timian og steinselja. Grænkálið er úti í beði og bíður eftir að vera borðað.
Síðasta sumar var ágætt í garðinum. Nokkuð þurrt þó sem var slæmt. Ég sáði fyrir lang flestu í ár, keypti ekkert forræktað. Kartöfluuppskeran var ekki nógu góð fannst mér. Ég fékk mikið af baunum en gat ekki notið þeirra allra þar sem þær þroskuðust ekki fyrr en í september og þá var ég í útlöndum
Brokkólíið bar ekki knúppa og var því alveg misheppnað í ár. Nóg var af steinselju og timian. Einnig ágæt uppskera af rauðrófum en gulræturnar heppnuðust ekkert sérlega vel hjá mér í ár frekar en áður. Það er í þeim óværa, gulrótarfluga sem étur þær.
Dillið var mikið notað og mig langar í meira af því á næsta ári. Sérlega ljúffengt krydd.
Ég var ánægð með Lavenderið mitt og er það allt þurrkað og komið inní skápa þar sem það eyðir skápalykt.
Ég sáði fyrir kamillu sem ekki spíraði.
Kúmenið gaf fullt af sér en svolítið maus er að hreinsa fræin. Paprikurnar voru hálf misheppnaðar, urðu pínulítil grey og hálf bragðlaus, Gúrkan gaf vel af sér og einnig Zucchini plönturnar en þær eru eiginlega of stórar til að vera inni í pottum.
Ég fékk 2 súrkirsiber, fullt af hindberjum og jarðaberjum.
Tómatarnir eru fyrirferðamiklir inni í stofu og ég held ég sleppi þeim á næsta ári.
Ég fékk heljarmikla uppskeru af Basiliku og ætla að sá fyrir henni á næsta ári líka
Svartræturnar mínar eru enn í moldinni. Ætli ég sjái ekki hvort þær lifi veturinn af.
Hér koma fáeinar myndir sem ég tók úti í garði í dag.
Sunday, December 30, 2012
Friday, August 17, 2012
Góð spretta
Eftir rigninguna síðustu daga hefur gróðurinn aldeilis tekið við sér. Garðarshólmi er í miklum blóma og uppskeran er sérdeilis góð.
Við erum á fullu að tína jarðaber, sólber og hindber. Það kom ágætlega út að sá salati með 1-2 vikna millibili. Við eigum enn alveg fullt af salati.
Loksins eru sólblómin útsprungin. |
Þarna sést yfir Garðarshólma. Baunir eru í forgrunni |
Dill og nóg af því. |
Fennelið er glæsilegt grænmeti |
Baunirnar eru farnar að þroskast. |
Hér sést kúrbítur sem er staðsettur í bílskúrnum mínum. |
Hindberjarunnin gefur vel af sér í ár |
Eplatré |
Baunir í garðinum mínum, ég hef þær í stóru keri og það kemur vel út. |
Sunday, August 12, 2012
Rigningartíð
Nú rignir í fyrsta sinn að einhverju ráði í sumar. Ég hef ekkert þurft að vökva í nokkra daga. Það hefur ekki gerst frá því að ég sáði í vor. Þá gefst tími til að gera aðra hluti sem er ágætt.
Nú er jarðaberjatíminn í algleymi og við tínum á hverjum degi. Einnig eru hindberin farin að roðna, ég sé fram á að fá nokkur stykki í ár. Í fyrra fékk ég eitt. Sólberin eru líka tilbúin og við tínum þau upp í okkur jafnóðum.
Salatið er orðið hálf úr sér vaxið og mikið af sniglum í því. Þarf að muna að sá oftar næsta sumar.
Gulræturnar eru ormétnar, það er líklega gulrótarfluga sem á þær herjar. Mér var sagt að það þyrfti að vera smá gola á vaxtarstaðnum en gulrótarbeðið mitt er í miklu skjóli.
Kartöfluuppskeran er lítil í ár. Bara 2-3 kartöflur undir hverju grasi, ekki mikill jarðvegur í kartöflubeðinu. Ég setti þó ríflega af hrossaskít sem varð þess valdandi að beðið hefur verið þakið arfa í allt sumar. Það hjálpar ekki sprettunni. Kartöflurnar sem koma eru þó fallegar og bragðgóðar.
Ég er búin að taka upp einn hvítlauk sem var lítill og hafði ekki skipt sér en mjög góður. Þarf líklega að taka þá alla upp þar sem grösin eru alveg gulnuð. Ég þarf samt að biða eftir þurrki.
Rauðrófurnar eru fínar enn sem komið er.
Dillið er tilbúið og er ljúffengt með kartöflunum og rauðrófunum. Ég ætla að rækta meira af því á næsta ári.
Nú er jarðaberjatíminn í algleymi og við tínum á hverjum degi. Einnig eru hindberin farin að roðna, ég sé fram á að fá nokkur stykki í ár. Í fyrra fékk ég eitt. Sólberin eru líka tilbúin og við tínum þau upp í okkur jafnóðum.
Salatið er orðið hálf úr sér vaxið og mikið af sniglum í því. Þarf að muna að sá oftar næsta sumar.
Gulræturnar eru ormétnar, það er líklega gulrótarfluga sem á þær herjar. Mér var sagt að það þyrfti að vera smá gola á vaxtarstaðnum en gulrótarbeðið mitt er í miklu skjóli.
Kartöfluuppskeran er lítil í ár. Bara 2-3 kartöflur undir hverju grasi, ekki mikill jarðvegur í kartöflubeðinu. Ég setti þó ríflega af hrossaskít sem varð þess valdandi að beðið hefur verið þakið arfa í allt sumar. Það hjálpar ekki sprettunni. Kartöflurnar sem koma eru þó fallegar og bragðgóðar.
Ég er búin að taka upp einn hvítlauk sem var lítill og hafði ekki skipt sér en mjög góður. Þarf líklega að taka þá alla upp þar sem grösin eru alveg gulnuð. Ég þarf samt að biða eftir þurrki.
Rauðrófurnar eru fínar enn sem komið er.
Dillið er tilbúið og er ljúffengt með kartöflunum og rauðrófunum. Ég ætla að rækta meira af því á næsta ári.
ber og salat úr garðinum á Kambsvegi |
Heimferð úr Garðarshólma |
Gulrætur |
rauðrófur |
Aspas sprotar |
Brokkolí, ætlar ekki að gefa mér neina hausa bara stór blöð |
Gulrótargrös |
laukur |
Kartöflugrösin eru hálf gul og smá |
Premium kartöflur |
Fennel er alveg að verða klárt |
rauðrófugrösin |
Monday, July 30, 2012
Hásumar
Sumarið hefur verið mjög þurrt og mikið hefur þurft að vökva. Mér finnst sprettan ekki eins góð og í fyrra þótt þá hafi vorið verið ansi kalt.
Ég er farin að uppskera ýmislegt, svosem jarðaber, sólber, baunir, salat, gúrku, zucchini, graslauk, timian, rósmarín svo eitthvað sé nefnt. Gulrætur og rauðrófur fara að verða tilbúnar en mér líst ekki á brokkolíið í ár. Það hefur sett allan sinn kraft í blaðvöxtinn. Aspasinn er kominn með nokkra sprota. Tók upp einn hvítlauk sem var enn alveg óskiptur og fremur smár.
Ég er farin að uppskera ýmislegt, svosem jarðaber, sólber, baunir, salat, gúrku, zucchini, graslauk, timian, rósmarín svo eitthvað sé nefnt. Gulrætur og rauðrófur fara að verða tilbúnar en mér líst ekki á brokkolíið í ár. Það hefur sett allan sinn kraft í blaðvöxtinn. Aspasinn er kominn með nokkra sprota. Tók upp einn hvítlauk sem var enn alveg óskiptur og fremur smár.
Grænmetisgarðurinn í stofunni. Þarna eru tómatar, gúrka, chili, paprika |
paprikublóm |
zucchini |
Sykurbaunir |
þessi voru fljót að klárast |
gúrkan, hún var gómsæt |
Labels:
Aspas,
baunir,
brokkolí,
Chili,
gulrætur,
Gúrka,
Hvítlaukur,
Paprika,
Sykurbaunir.
Monday, June 25, 2012
Sól og þurrkur
Það hefur varla rignt frá því að ég setti í garðinn. Það þýðir að vökva þarf meira eða minna á hverjum degi. Á þessu stigi ræktunarinnar þarf líka að passa uppá að arfinn komist ekki á fullt skrið. Flest er að koma upp hjá mér. Baunirnar eru komnar á gott skrið, einnig gulrætur og rauðrófurnar. Brokkolíið og fennelið lítur betur út en á horfðist. Ég setti niður aspasrætur sem ekki hafa látið á sér kræla. Það sést glitta í svartræturnar.
Pöddurnar á eplatrénu mínu (sem ég sá svo að voru líka á víðilimgerðinu) heita Laufrani http://www.ni.is/poddur/nattura/poddur/nr/13788 hér má lesa um kvikindið. Þetta eru víst ranabjöllur sem geta verið skæðar. Er að reyna að finna út hvort ég þurfi að grípa til róttækra aðgerða. Veit það ekki enn. Pöddurnar eru horfnar í bili. Líklega búnar að verpa sínum eggjum í blöðin. Trén líta að minnsta kosti betur út.
Zucchiniplönturnar blómstra mikið en blómin sölna jafnóðum.
Pöddurnar á eplatrénu mínu (sem ég sá svo að voru líka á víðilimgerðinu) heita Laufrani http://www.ni.is/poddur/nattura/poddur/nr/13788 hér má lesa um kvikindið. Þetta eru víst ranabjöllur sem geta verið skæðar. Er að reyna að finna út hvort ég þurfi að grípa til róttækra aðgerða. Veit það ekki enn. Pöddurnar eru horfnar í bili. Líklega búnar að verpa sínum eggjum í blöðin. Trén líta að minnsta kosti betur út.
Zucchiniplönturnar blómstra mikið en blómin sölna jafnóðum.
Jarðaberin í fullum blóma |
Gulrætur, þarf að grisja þær |
Brokkolí |
Steinselja |
Hvítlaukur |
Chili |
Paprika |
Fennel |
Rauðbeður |
Sólblóm |
Baunir |
Kartöflugrös |
Gúrka í blóma |
Tómatar |
Grænmetishornið í stofunni minni |
Labels:
Aspas,
baunir,
brokkolí,
Chili,
Eplatré,
fennel,
gulrætur,
Gúrka,
Hvítlaukur,
jarðaber,
Kartöflur,
Paprika,
rauðrófur,
sléttblaða steinselja,
svartrætur,
Tómatar,
vandamál
Sunday, June 10, 2012
Þurrkatíð
Mikil þurrkatíð er núna og er nauðsynlegt að vökva vel á hverjum degi. Ég er hrædd um litlu plönturnar mínar, vona að þær sleppi þokkalega. Var að umpotta Zucchini í dag. Er með 3 plöntur í bílskúrnum sem eru farnar að blómstra. Í fyrsta sinn sem ég rækta Zucchini. Tómatar og gúrka þurfa líka umpottun mjög bráðlega.
Nokkrar myndir
Nokkrar myndir
Timian vex hægt |
Lavender sem ég sáði fyrir í fyrra |
Zucchini blóm |
Steinseljur |
Baunagrös |
Tómatar sem eru ósköp vesælir |
Sáði fyrir þessum fjólum og þær eru farnar að blómstra |
Kúmen |
Eplatrén farin að taka við sér eftir pödduárás í vor |
Súrkirsiber í blóma. Það er enn í potti |
Subscribe to:
Posts (Atom)