Ég er búin að þurrka lavenderinn minn og setja hann í litla poka. Þá set ég í fataskúffurnar til að gefa góða lykt. Ég hef lengi haft lavender í skúffunum mínum en hann heldur fatnaði og rúmfötum ferskum. Þetta er þó fyrsta árið sem ég er sjálfbær á þessu sviði. Hef alltaf þurft að kaupa hann. Ég sáði fyrir lavender í vor og hann blómstraði heldur seint. Ætli ég þurfi ekki að setja hann inn í bílskúr í vetur. Veit samt ekki hvort ég nenni að standa í því. Mér hefur ekki enn tekist á láta lavender lifa af veturinn en hef heyrt að sumum hafi tekist það.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjKWHe6Mg6lUXnnGlbd16DpyEWUMAXrT8nmJeIwL-sNtt7Q1Ux-aKj_htcHKuzNRm2wqzlQvK3leOgnVR6GlkEKOC1zamAgJjPOQd6FegWN4RsVLaU4OS4Ql7vNWekIx531_sZCKPpAZ7o/s320/haustmyndir+002.JPG) |
Hér er hann í blóma
|
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgTewM0D_j7W5_vYq-i_qsBxK1L7oLHAqasSq0Kg2DM3kV84NDybO3BqxUflR4JAxOO5zILv2JkyYm7CHCwlYmMwbMTXeS3Stmy34N6l3SuTmULlD0pH04DY6nVb5SChfi9GuR9AzyV5zo/s320/Lavender+009.JPG) |
og kominn í poka, ilmar vel.... |
No comments:
Post a Comment