Friday, December 16, 2011
Jólagjafir garðyrkjumannsins
Þá er aðventan gengin í garð, garðurinn er undir snjóþekju.
Ég hef verið að velta fyrir mér hvað garðyrkjumaðurinn í mér myndi vilja í jólagjöf og hér eru nokkrar hugmyndir:
Greinatætari: Þá væri hægt að nýta greinarnar í safnhauginn sem er erfitt ef þær eru heilar.
Safnhaugatunna: Er með opinn safnhaug en langar til að prufa lokaðan líka. Mjög mikill munur þegar hægt er að setja heimilisúrganginn á safnhauginn. Minnkar rusl heilmikið
Góða greinasög: Alltaf að saga einhverjar greinar og á ekki góða sög.
Smart stígvél td þessi:
gúmmískór:
Aerogarden svo ég geti ræktað salat á veturna:
mig langar í þessa bók:
og þessa:
og þessa: Góður matur gott líf: í takt við árstíðirnar
og svo örugglega margt fleira sem ég man ekki í bili.
Gleðileg jól!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
já! mig langar svo í svona eaararararerouer Gardern ...!
ReplyDelete