Annars er ég að týna baunir, taka upp gulrætur, rauðrófur, salat, vorlauk, brokkolí og kartöflur sem enn eru fremur smáar og ræfilslegar.
Gerði mér annars vegar gulrótarsafa með epli og hins vegar gulrótar og rauðrófusafa. Báðir voru mjög góðir.
Brokkolíplönturnar eru enn að gefa af sér en þær líta ekki vel út, stór og mislit blöð. Ég setti bara hænsnaskít á þær, engan annan áburð.
Ég klippti sólberjarunnana mína hressilega um helgina. Fann líka pínulitlar sólberjaplöntur undir runnunum sem teknar voru og settar í pott.
Sáði líka fyrir Birki en ég týndi fræ af fallegum birkitrjám í Laugardalnum, þau eru með ljósum beinum stofni.
Brokkolíplönturnar |
Hluti af uppskerunni, fennel,gulrætur og rauðrófur |
vorlaukur |
baunir |
svartrætur |
No comments:
Post a Comment