Fór út í garð nýlega og þá blasti við mér eyðileggingin. 1 af þremur eplatrám mölbrotið. Festing á stuðningsvír hafði gefið sig vegna snjóþyngsla.
mölbrotið eplatré er sorgleg sjón |
Heldur leiðinlegt, gæti nú samt alveg bjargast en það kemur að sjálfsögðu betur í ljós í vor. Ég veit ekki hvaða yrki þetta er, merkimiðinn er á kafi í snjó.
Grænkálið er gaddfreðið en gæti alveg lifnað við ef kári sleppir tökunum einhverntímann.
grænkál í vetrarbúningi |
Garðurinn er búinn að vera á kafi í snjó í langan tíma
nokkur strá í snjónum |
Ég hef lengi ætlað að punkta hjá mér hvernig ræktunin gekk síðasta sumar og hvað mig langar að gera næsta sumar.
Kartöflurnar verða líklega alltaf efstar á lista: Í ár ræktaði ég 5 tegundir, rauðar, gullauga, bláar, möndlu og premier. Mér fannst uppskeran ekkert til að hrópa húrra fyrir, arfinn var allt að drepa, það var vottur af kláða í þeim og sprettan misjöfn. Ég er á síðustu kílóunum núna.
stæstu möndlurnar |
möndlurnar eru mjög góðar |
bláar eru svolítið skemmtilegar útlits en bragðið ekkert sérstakt |
Hugsa að ég einbeiti mér að rauðum í sumar, þær eru bestar, reyndar eru möndlurnar mjög góðar líka og komu mjög vel út brúnaðar með jólasteikinni.
Ég ætla að halda áfram að rækta tómata, fannst það svolítið skemmtilegt.
Steinselja er fastagestur á listanum hjá mér. Hún er alltaf góð, vex vel, svo er hægt að frysta hana, á hana enn til í frystinum. Ætla að rækta enn meira af henni næsta sumar, vefja henni upp í plastpoka og frysta eins og sýnt er hér:http://awaytogarden.com/growing-and-storing-a-year-of-parsley.
Ég á líka grænkál í frystinum.
Timian er eitt af mínum uppáhaldskryddum en mér hefur ekki gengið vel að rækta það. Alltaf verið hálf ræfilslegt hjá mér. Ætla að reyna að vanda mig sérstaklega vel næsta sumar.
Baunirnar voru mjög góðar og uxu vel en í ár ætla ég að forrækta þær því annars eru þær of seinar á sér og eyðileggjast í haustfrostunum áður en þær eru hættar að gefa af sér.
Svartræturnar voru góðar, Spergilkál og hnúðkál sælgæti vaxa vel, hef keypt þetta forræktað. Reyni kannski að forrækta í ár ef ég kem mér upp góðri aðstöðu með ljósi eins og ég er með á planinu.
Allskyns Blaðsalat er nauðsynlegt. Var með lítið beð úti í heimilisgarðinum. Virkilega gott. Graslaukar og Vorlaukar eru einfaldir og góðir
Sáði líka fyrir matlauk, hann var lítill og fallegur en því miður komust í hann þjófar. Ætla að reyna þetta aftur á næsta ári.
Í ár ætla ég að rækta Sellerí en það er nýjasta æðið hjá mér. Ætla líka að reyna við Aspas ef ég næ í fræ.
Agúrka og Zucchini eru líka á lista. Ætli stofan hjá mér verði ekki undirlögð af plöntum.
Rauðrófurnar eru ómissandi. Mér fannst koma betur út að sá þeim beint frekar en að planta forræktuðum. Þær hlupu í njóla hjá mér. Mun sá fyrir enn fleirum í ár.
Listinn er alls ekki tæmdur, en segi þetta gott í kvöld
Ég ætla að halda áfram að rækta tómata, fannst það svolítið skemmtilegt.
Steinselja er fastagestur á listanum hjá mér. Hún er alltaf góð, vex vel, svo er hægt að frysta hana, á hana enn til í frystinum. Ætla að rækta enn meira af henni næsta sumar, vefja henni upp í plastpoka og frysta eins og sýnt er hér:http://awaytogarden.com/growing-and-storing-a-year-of-parsley.
Ég á líka grænkál í frystinum.
Timian er eitt af mínum uppáhaldskryddum en mér hefur ekki gengið vel að rækta það. Alltaf verið hálf ræfilslegt hjá mér. Ætla að reyna að vanda mig sérstaklega vel næsta sumar.
Baunirnar voru mjög góðar og uxu vel en í ár ætla ég að forrækta þær því annars eru þær of seinar á sér og eyðileggjast í haustfrostunum áður en þær eru hættar að gefa af sér.
Svartræturnar voru góðar, Spergilkál og hnúðkál sælgæti vaxa vel, hef keypt þetta forræktað. Reyni kannski að forrækta í ár ef ég kem mér upp góðri aðstöðu með ljósi eins og ég er með á planinu.
Allskyns Blaðsalat er nauðsynlegt. Var með lítið beð úti í heimilisgarðinum. Virkilega gott. Graslaukar og Vorlaukar eru einfaldir og góðir
Sáði líka fyrir matlauk, hann var lítill og fallegur en því miður komust í hann þjófar. Ætla að reyna þetta aftur á næsta ári.
Í ár ætla ég að rækta Sellerí en það er nýjasta æðið hjá mér. Ætla líka að reyna við Aspas ef ég næ í fræ.
Agúrka og Zucchini eru líka á lista. Ætli stofan hjá mér verði ekki undirlögð af plöntum.
Rauðrófurnar eru ómissandi. Mér fannst koma betur út að sá þeim beint frekar en að planta forræktuðum. Þær hlupu í njóla hjá mér. Mun sá fyrir enn fleirum í ár.
Listinn er alls ekki tæmdur, en segi þetta gott í kvöld
vetrarstemning |
Samhryggist með tréð. Ég las á netinu að hægt væri að græða brotin saman, kannski það sé erfiðara þegar það er í dvala.
ReplyDeleteSjá t.d. http://www.homesteadingtoday.com/archive/index.php/t-393176.html
Takk fyrir það. Ætli ég verði ekki bara að klippa það og krossa fingur
ReplyDelete