Það er hlýtt í veðri þessa dagana og vorlegt.
Ég kíkti í Smálöndin fyrir viku síðan og sá mér til ánægju að hvítlaukurinn var farinn að láta á sér kræla en ég setti niður nokkra lauka síðast liðið haust.
Helstu garðverk núna eru að fylgjast með litlu græðlingunum vaxa. Vökva þá nægilega, brátt líður að því að það þurfi að prikla þá. Ég keypti mér líka bók nýlega sem fjallar um klippingar á plöntum. Það er töluverður vandi ef vel á að vera.
Eftir páskafrí ætla ég að fara að sá til fleiri matjurta og hef hugsað mér að skipuleggja sáninguna eftir tunglganginum.
Svo er bara að fara að huga að því að undirbúa garðinn, stinga upp og fjarlægja fjölært illgresi.
|
Hvítlaukurinn gægist uppúr moldinni |
|
Garðurinn minn í Smálöndum |
|
Basilíkan spíraði illa |
|
tímian, rosmarin og sumarblóm |
|
Laukur, setti 2 fræ í hverja klósettrúllu, góð spírun, fjarlægi svo minni plöntuna |
|
Krókus |
|
Bókin góða sem ég keypti |