Saturday, April 28, 2012

Rigningardagur

Ég ætlaði að nota daginn í dag til að stinga upp garðana mína í Smálöndum en nú rignir svo mikið að ég er hætt við.
Ég ætla að vera með tvenns konar kartöflur í ár, Premium og Rauðar.  Þær eru komnar útí bílskúr til spírunar.  Chili og papríkufræin eru ekkert farin að spíra.

Kúrbíturinn er strax búinn að skjóta upp kollinum

eins tómatarnir

Brum á eplatré

Brokkoli

laukarnir, þarf líklega að fara að gefa þeim áburð

Rósmarínið vex hægt 

Kartöfluútsæðið Premium til spírunar

Sunday, April 22, 2012

Fyrsti vinnudagur í Smálöndunum

Það var gott veður um helgina og við notuðum tækifærið og fórum uppí Smálönd og byrjuðum undirbúningsvinnuna fyrir sumarið.  Reyta arfa og stinga upp beðin.

Ég er líka búin að vera að sá á fullu og ég á svo mikið af fræjum að ætla mætti að ég væri með heilan búgarð og fullt af gróðurhúsum en ekki nokkurra fermetra skika til ræktunar.

Klippti eplatrén sem var nú ekki stór aðgerð þar sem þau eru bara litlar píslir enn, samt er mikilvægt að gera það rétt frá byrjun og ég er að lesa mér til um réttar aðferðir.

Ég sáði líka fyrir salati, radísum og vorlauk í beð með plasti yfir.











Eplatré, búið að klippa af toppnum

Áður en klippt var af toppnum

og eftir, klippa skal nálægt brumi á ská.  

heimasætan að hjálpa foreldrunum í Smálöndunum

Hér glittir í hvítlaukana mína til hægri á myndinni. 
Í þetta beð sáði ég salati, radísum og vorlauk

Wednesday, April 18, 2012

Fyrsta uppskera ársins

Ég fór út í garð í gær og fékk mér steinselju.  Plantan er síðan í fyrra og er því á sínu öðru ári en steinseljan er tvíær.  Þetta er í fyrsta sinn sem hún hefur lifað af veturinn hjá mér.  Steinseljan setur fræ á öðru ári en það má samt alveg nýta hana.
Svo var eldaður ljúffengur réttur sem fenginn er úr smiðju "Góða kokksins" sjá hér: http://www.ruv.is/frett/godi-kokkurinn/glodad-eggaldin.  Ég get alveg mælt með þessum.

Steinseljan skoluð

rétturinn góði tilbúinn

Sunday, April 15, 2012

Vorverkin hafin




Vorverkin eru svosem löngu hafin, hlýtt var í veðri í dag og runnar að verða grænir.  Ég priklaði bæði timian og sumarblóm ( Pansy).  Ætla að bíða aðeins með að prikla rósmarínið það er ennþá að spíra sýnist mér.  Svo gerði ég salatbeðið klárt, ætla bráðlega að sá í það.  Setti í beðið bæði hænsnaskít og sveppamassa.  Hreinsunarstarf er líka hafið, garðurinn hefur verið undirlagður af skriðsóley sem ég hef verið að berjast við síðustu ár.  Einnig fýkur ótrúlega mikið drasl í garðinn, alltaf þarf að tína það upp.  
Eplatrén eru farin að bruma en ég er svolítið hrædd um að sveppasýking hrjái einhver af þeim.  Það er ekki gott.  
Næst á dagskrá er að sá fyrir fleiri  matjurtum, kaupa kartöfluútsæði og láta spíra og fara að stinga upp beð í Smálöndunum




Græðlingar tilbúnir til priklunar


Rósmarín

Ég nota þessa mold 

Ég nota jógúrtdollur undir plönturnar, skrifa nafn þeirra beint á dollurnar með  vatnsheldu tússi. 

Fylla af mold, gera holu  með pennanum 

Losa græðlingana varlega í sundur 

stinga í mold og þjappa svolítið 


þessi fallega bjalla var að sóla sig

sólberjarunninn er að verða grænn
salatbeðið undirbúið, hef dagblöð neðst til að kæfa illgresi 

það er mikið af feitum möðkum í garðinum mínum.  

Hér er beðið tilbúið. 

Sunday, April 1, 2012

Vorið kíkir í heimsókn


Það er hlýtt í veðri þessa dagana og vorlegt.

Ég kíkti í Smálöndin fyrir viku síðan og sá mér til ánægju að hvítlaukurinn var farinn að láta á sér kræla en ég setti niður nokkra lauka síðast liðið haust.
Helstu garðverk núna eru að fylgjast með litlu græðlingunum vaxa.  Vökva þá nægilega, brátt líður að því að það þurfi að prikla þá.  Ég keypti mér líka bók nýlega sem fjallar um klippingar á plöntum.  Það er töluverður vandi ef vel á að vera.
Eftir páskafrí ætla ég að fara að sá til fleiri matjurta og hef hugsað mér að skipuleggja sáninguna eftir tunglganginum.
Svo er bara að fara að huga að því að undirbúa garðinn, stinga upp og fjarlægja fjölært illgresi.

Hvítlaukurinn gægist uppúr moldinni

Garðurinn minn í Smálöndum

Basilíkan spíraði illa

tímian, rosmarin og sumarblóm

Laukur, setti 2 fræ í hverja klósettrúllu, góð spírun, fjarlægi svo minni plöntuna
Krókus 
Bókin góða sem ég keypti