Mér var sagt að það ætti að klippa tómatplönturnar þannig að öll neðstu blöðin væru fjarlægð og einnig blöð þar sem ekki væru að myndast tómatar. Það á víst líka að fjarlægja alla sprota sem vaxa útfrá "öxlunum". Ég klippti því tómataplönturnar mínar í kvöld.
Wednesday, July 27, 2011
Uppskera
23 júlí voru fyrstu kartöflurnar teknar upp. Þær voru af gerðinni Premier. Einnig var brokkolíið tilbúið. Hvoru tveggja gómsætt auðvitað.
Í dag grisjaði ég gulræturnar og rauðrófurnar sem ég sáði fyrir.
Jarðaberin eru að þroskast og þegar við sáum að rauðu berin voru hálf étin var breitt yfir beðið en það sást til sökudólgsins hoppa í kring. Lítill spörfugl.
Rauðrófusalat sumarsins er svona:
Nokkrar litlar rauðrófur, jafn mikið af gulrótum. Einnig hnúðkál radísur eða zucchini ásamt einu epli. Allt rifið í skál og sítróna kreist yfir. Þá er ca 2 skallottulaukar skornir fínt og settir í. Að lokum er majonesi og sýrðum rjóma eða skyri hrært saman við um eina tsk dijon sinnepi og dressingin sett á salatið.
Svartyllirinn er útsprunginn og eru greinarnar svo þungar af blómaklösunum að þær leggjast að jörðu. Búið er að gera saft úr 30 blómum en nóg er eftir.
Í dag grisjaði ég gulræturnar og rauðrófurnar sem ég sáði fyrir.
Jarðaberin eru að þroskast og þegar við sáum að rauðu berin voru hálf étin var breitt yfir beðið en það sást til sökudólgsins hoppa í kring. Lítill spörfugl.
Rauðrófusalat sumarsins er svona:
Nokkrar litlar rauðrófur, jafn mikið af gulrótum. Einnig hnúðkál radísur eða zucchini ásamt einu epli. Allt rifið í skál og sítróna kreist yfir. Þá er ca 2 skallottulaukar skornir fínt og settir í. Að lokum er majonesi og sýrðum rjóma eða skyri hrært saman við um eina tsk dijon sinnepi og dressingin sett á salatið.
Svartyllirinn er útsprunginn og eru greinarnar svo þungar af blómaklösunum að þær leggjast að jörðu. Búið er að gera saft úr 30 blómum en nóg er eftir.
sykurbaunirnar eru byrjaðar að klifra eftir vírunum |
sykurbaunir |
svartræturnar vaxa hægt |
laukur |
fennel |
rauðrófurnar grisjaðar |
blómaklasi af svartyllinum. Tilbúinn til að hægt sé að gera saft úr honum |
Svartyllirinn þakinn blómum |
brokkolí |
fyrstu kartöflur sumarsins |
Friday, July 22, 2011
Ávaxtaræktun á Hellu
Við vinkonurnar vorum svo heppnar að fá að fara í heimsókn til Sæmundar Guðmundssonar eplabónda á Hellu. Þar ræktar hann í heimilisgarðinum ekki bara epli heldur allra handa ávexti og ber og er garðurinn ævintýri líkastur. Hann er líka sérlega fróður og finnst gaman að segja frá. Ekki nóg með það heldur fór ég heim með 2 plómugræðlinga, held að yrkið heiti Edda og sé norskt. Einnig fékk ég stikilsber og havaírós sem á að geta lifað utandyra. Ég þakka bara kærlega fyrir mig.
Súlutré. |
hérna sést hvernig hann bindur þau upp |
Hann bindur greinarnar á plómutrjánum niður þannig að þær hanga. |
Espalier |
glæsilegur eplaklasi |
plómutré |
Conference í góðu skjóli |
Þetta er yrkið af bláberjum sem hann mælir með |
hérna sjást bláberin |
eplatré í góðu skjóli upp við húsvegginn þakið eplum. Held þetta sé krónprinsinn |
Monday, July 18, 2011
Hnúðkál
Ég kom í Smálönd í dag eftir að hafa verið í burtu í nokkra daga á ferðalagi. Þar beið mín mikið magn af tilbúnu grænmeti, hnúðkálið er tilbúið, radísurnar orðnar að risum og rauðrófurnar þurfti ég að taka upp líka þar sem þær hafa hlaupið í njóla. Brokkolíið er líka tilbúið og verður tekið upp á morgun.
Baunirnar |
Rauðrófur |
Allt of mikið af Radísum sem voru líka orðnar algerir risar. Vantar uppskriftir! |
Hnúðkál er gómsætt hrátt og eldað |
Brokkolí |
Búið að uppskera hnúðkálið |
Kartöflubeðið |
Fennel |
Laukurinn er frekar lítill ennþá en allur að koma til samt |
Hnúðkál og rauðrófur ásamt skallottolauk og hvítlauk,, kryddað með timian, salti og hvítlauksdufti bakað í ofni. Bara gott. |
Sunday, July 10, 2011
Óværa
Í dag sá ég að óboðnir gestir voru sestir að á Sólberjarunnunum mínum. Efstu blöðin voru krumpuð og innan í þeim voru grænar litlar pöddur ásamt svörtum litlum flugum og einhverjum hvítum flygsum. Geri ráð fyrir að um sé að ræða blaðlús. Þá er bara spurning hvað sé til ráða. Ég vil ekki eitra það er víst.
Hér kemur mynd af Svartyllinum. Hann er þakinn blómum. Síðustu ár hefur hann blómstrað tvisvar að sumri og þroskað ber.
Hér kemur mynd af Svartyllinum. Hann er þakinn blómum. Síðustu ár hefur hann blómstrað tvisvar að sumri og þroskað ber.
Thursday, July 7, 2011
Tómatar
Tómatplönturnar mínar eru 4 í einum potti. Þær eru allar farnar að blómstra og nokkrir litlir tómatar að myndast. Ýmislegt verður þó gert öðruvísi á næsta ári. Plönturnar verða færri í hverjum potti, ég ætla ekki að umpotta þeim oft, og ég ætla að binda þær strax upp en ekki bíða eftir að þær velti um koll.
Ekki yndisfríð planta en gæti litið betur út. Það þarf að vökva tómatplöntuna helst 2 svar á dag. Ég nota maxicrop áburð af og til. Kemur vel út. Ekki hefur komið nein óværa á þá sem betur fer.
ég var að binda þær upp í dag og urðu þær að flytja úr glugga niður á gólf. |
Wednesday, July 6, 2011
Rauðrófna vandræði
Mér sýnist forræktuðu rauðrófurnar sem ég setti niður síðast í maí allar vera að hlaupa í njóla. Það lítur út fyrir að ég hafi sett þær of snemma niður. Þær eru viðkvæmar og þola kulda illa. Ég tók því nokkrar upp í dag og fyrir 3 dögum síðan og gerði mér salat í dag. Það samanstóð af rifnum gulrótum, rauðrófum, epli og rauðkáli ásamt smátt skornum skallottlauki. Útá þetta fór sítrónusafi, sléttblaða steinselja og majónes með sinnepi. Mjög gott. Þær eru semsagt nothæfar þrátt fyrir allt. Pínulitlar reyndar, álíka og radísurnar.
Veðrið var mjög gott í dag, hlýtt og sól. Við höfum þurft að vökva oft í sumar.
Hérna sést hvernig hún er hlaupin í njóla |
Farinn að myndast brokkolíhaus |
Hnúðkál, nú er bara spurning hvort ég fái að hafa það í friði í ár |
Svartræturnar líta ágætlega út. Þær eru víst mjög hægvaxta |
blandað salat, alltaf gott að eiga nóg af því |
matlaukurinn er aðeins að koma til. |
Veðrið var mjög gott í dag, hlýtt og sól. Við höfum þurft að vökva oft í sumar.
Subscribe to:
Posts (Atom)