Salat og vorlaukur er í þessum kassa |
Þetta grænkál er sjálfssáð í garðinum mínum. Eitthvað er eins og það hafi étist. |
Svartyllirinn er þakinn blómaklösum sem ég er nokkuð viss um að verði alveg tilbúnir til saftgerðar daginn sem ég fer í gönguna mína eftir hálfan mánuð. |
Ávaxtatrén hafa það gott og hafa vaxið að mér sýnist. |
Var með 2-3 grænkálsplöntur bæði rauðar og grænar sem settu fræ hjá mér í fyrra og í vor sá ég að beðið var fullt af litlum plöntum |
ég týndi þessar... |
.... og setti beint í súpuna. |
Um helgina stendur til að klára beðið fyrir ávaxtatrén, ég er að berjast við skriðsóley sem búin að breiða sér útum allan garð. Ótrúlega seig planta.
Ég þarf að fara koma í garðheimsókn til þín!
ReplyDelete