Nú er kominn smá fiðringur í fingurnar og löngun til þess að róta í mold. Í gær sáði ég fyrir:
Timian, Rósmaríni, einni tegund af sumarblómum, setti í mold 4 eikarakörn og 1 eplakjarna úr smáepli sem ég týndi í Oslo í fyrrahaust.
Krydd er ágætt að sá fyrir í mars en matjurtir ekki fyrr en um miðjan apríl.
Ég er líka að skipuleggja garðinn minn, reyni að rækta ekki sömu hlutina ár eftir ár á sama stað. Vandinn er sá að ég á svo mikið af fræi að allrahanda plöntum að ólíklegt er að pláss sé fyrir þetta allt.
Annars smakkaði ég jarðskokka í gær og mikið voru þeir góðir.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg-OdG5-LIf6KOWJyw7Clcl7322HI86aUtT1EtGO42GbAIz99xLHx8h3i_v0h3YW7WKgWqrkMBDEVzuhRShzCGyM885umJPwzzav3ipj3jpWdPwmXRDHAOkZA35ErpcHi1QN1R7zPHJE1A/s320/IMG_6753.JPG) |
Það er svo gaman að versla fræ, alltaf hægt að bæta við sig. |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgkqcMaXxaq_2g5m4yV_2_7yptrWlG7sjQu-eVZI-pXS78jgZ5rh3G6ywNKD5qJsauUeFVSq23qM0_RbnlVM6NxYgdtrsBaoQfO1KoVTQSWZR2tVMYQfjrzprj5x2xX4BPS8lwWq0yM2xk/s320/IMG_6754.JPG) |
Ég held dagbók og punkta hjá mér helstu atriði |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgbq1V-r6wJis2-ovvNiYJsrRqwxWmAfZi2jR2NiW2PqclSBwOa548SAXLxkMT3vDPzG5KLPeVavTNXKnUGgLOBvpu7Qy4feP4raBQCu5-qszxNutkOqTrThx768tnEV87Rw2Rg7ydCp7g/s320/IMG_6755.JPG) |
Verkfærin við sáninguna |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjrzWG03_m-G91NjdQCmmltgeHRrn08-XqSD4c6rWz0GOifSApRkhZvwBT5qOiNhxpHjAxSUJ7ly1PD7q-EbZ1nfBruq0MDq91ZnItQVpdMbMGi-EcPsO68BZr00UuG3MdbSw9RYnQ1a9Y/s320/IMG_6757.JPG) |
Pínulítið gróðurhús, svo er bara að athuga á hverjum degi hvort fræin séu farin að spíra.
|