Wednesday, March 7, 2012

vetur eða vor?

Fyrstu grænu kímblöðin gægjast uppúr moldinni, það er Timian sem ég sáði fyrir um viku síðan sem er farið að taka við sér.  Búin að taka lokið af og setja útí glugga

Sáði basiliku í þennan sniðuga pott sem ég fékk í jólagjöf.  Hann var búinn til á Bjarkarási.  Neðri hlutinn er fyrir vatn og efri fyrir mold.

Það sem stendur fyrir dyrum í mars er að koma sér upp aðstöðu fyrir græðlingana út í bílskúr, er búin að útvega mér flúorljós og ætla að hengja það yfir borð.
Svo eru það vorverkin, klippa runna og tré.

Langar til að sá eftir tungldagatalinu sem hægt er að finna hér:http://www.nattura.is/efni/h11/flokkur1372/sida1/

Það getur verið erfitt að halda að sér höndum þegar góðir dagar koma á þessum árstíma.

No comments:

Post a Comment