Sunday, March 4, 2012

Vorfiðringur

Nú er kominn smá fiðringur í fingurnar og löngun til þess að róta í mold.  Í gær sáði ég fyrir:
Timian, Rósmaríni, einni tegund af sumarblómum, setti í mold 4 eikarakörn og 1 eplakjarna úr smáepli sem ég týndi í Oslo í fyrrahaust.  
Krydd er ágætt að sá fyrir í mars en matjurtir ekki fyrr en um miðjan apríl.  
Ég er líka að skipuleggja garðinn minn, reyni að rækta ekki sömu hlutina ár eftir ár á sama stað.  Vandinn er sá að ég á svo mikið af fræi að allrahanda plöntum að ólíklegt er að pláss sé fyrir þetta allt. 
Annars smakkaði ég jarðskokka í gær og mikið voru þeir góðir.  

Það er svo gaman að versla fræ, alltaf hægt að bæta við sig.

Ég held dagbók og punkta hjá mér helstu atriði

Verkfærin við sáninguna

Pínulítið gróðurhús, svo er bara að athuga  á hverjum degi hvort fræin séu farin að spíra.

No comments:

Post a Comment