Ég fékk hjálp frá tveimur herramönnum sem settu upp ljós í bílskúrnum. Mér hafði áskotnast flúorlampi á síðasta ári frá vinkonu minni í sveitinni, borðið er gömul skápahlið og fæturnir tveir háir plaststólar. Þar sem ég er að æfa mig í að forrækta þá vil ég ekki leggja alltof mikinn kostnað í útbúnað. Ég er hinsvegar nokkuð ánægð með útkomuna.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjiezTpkNnC1OQfeqYBGjW0rn87PMZkYNdaLDjrsb2-yiWaPScdpi89j_yHoSQoEIoyKj4hPZ-JJ99eV5rb4TFA3LNpfOLXp7Lo2LD5sxm8wUsNHGQOw1zmd7VoilpUlPTuOntOjejolOg/s320/r%C3%A6ktunarlj%C3%B3s+002.JPG) |
Aðstaðan er í bílskúrnum hjá mér |
Næst á dagskrá er svo að sá fyrir matlauk og Lavender. Klippa runna og eplatrén, eitt er brotið :(.
No comments:
Post a Comment