Monday, March 12, 2012

Ræktunaraðstaða

Ég fékk hjálp frá tveimur herramönnum sem settu upp ljós í bílskúrnum.  Mér hafði áskotnast flúorlampi á síðasta ári frá vinkonu minni í sveitinni, borðið er gömul skápahlið og fæturnir tveir háir plaststólar.  Þar sem ég er að æfa mig í að forrækta þá vil ég ekki leggja alltof mikinn kostnað í útbúnað.  Ég er hinsvegar nokkuð ánægð með útkomuna.
Aðstaðan er í bílskúrnum hjá mér

Næst á dagskrá er svo að sá fyrir matlauk og Lavender.  Klippa runna og eplatrén, eitt er brotið :(.

No comments:

Post a Comment