Best er að stinga hann upp til að ná allri rótinni. |
Brokkolíið dafnar vel. |
Smá munur á keyptum plöntum og forræktuðum heima, ég byrjaði líka fremur seint á forræktuninni |
Hnúðkálið lítur vel út. |
Forræktaðar rauðrófur. Held það verði rauðrófur í öll mál hjá mér í haust |
Matlaukurinn er ekki mjög fallegur |
Fennel |
Svartrót. Spennandi nýjung. Kölluð aspas fátæka mannsins í Svíþjóð. |
Rauðrófur sem ég sáði fyrir. Þær líta ágætlega út |
Gulrætur farnar að skjóta upp kollinum. |
Þetta lítur vel út hjá þér! Er ekki hægt að brugga úr Njólanum gera eitthvað nítilegt/nýtilegt (vá er nýtilegt/nítilegt orð sem er til) hehehe :)
ReplyDeleteTakk,
ReplyDeletejú það er hægt að nota blöðin af ungum plöntum í td súpu. Þyrfti nú bara að kynna mér frekari nytjar...
Lára
Njóli (heimula, heimulunjóli eða fardagagras) (fræðiheiti: Rumex longifolius) er stórvaxin fjölær jurt af súruætt. Hann hefur flust til Íslands af mannavöldum og vex í dag einkum í kauptúnum og við sveitabæi. Njóla fjölgar mikið þar sem áburðarríkt ræktarland hefur verið yfirgefið. Blóm njóla eru græn. Plantan var notuð sem lækningajurt og fersk njólablöð eru talin holl.
ReplyDeleteNjóli var notaður sem litunarjurt á Íslandi. Úr blöðum hans fæst grænn og sterkgulur litur.
Blöðin á njóla (heimilisnjólablöðkur) kallast fardagakál og voru fyrr á tímum elduð sem kálgrautur og þótti gott að hafa túnsúrur saman við.
gleymdi að nefna að ofangreint er af Wikipediu
ReplyDelete