Búin að vera á faraldsfæti í sumarfríinu. Nú er líka kominn tími til að njóta uppskerunnar. Vinnan fyrr í sumar er farin að borga sig margfalt til baka í gómsætum réttum. Ekkert er betra en nýuppteknar kartöflur soðnar með smjöri.
Arfinn vex eins og aldrei fyrr á þessum tíma en góð forvinna í vor hjálpar. Svo er bara að halda í horfinu.
Kartöflugarðurinn okkar er á kafi í arfa en núna eru grösin farin að hafa yfirhöndina. Reyndar eru möndlukartöflugrösin ljót en mér skilst að þau séu bara þannig.
Læt fylgja nokkrar myndir frá síðustu dögum
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgiVN0xQIcYEUVFc5wJbtIMwkarwn9QsCi1cgYFfEOHT8h4nQvlaezV7RFbKj6XJhp9FzKcRinKMhHZq81gvQJGQHKHAT8KQeWQPtaxPLaY6_QAh5ZYP_wQVy7dkypa04KNQKDrEYjln0A/s320/%25C3%2581g%25C3%25BAst+098.JPG) |
Laukarnir að verða hinir myndarlegustu |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjovqkdnDzxM8R4gCpG0seV5zbNmv9eNz9kfR_nn7Vw6dA-UBqOlVHuoy6r_ku8eaYtyQvPdbGkXdy1QnmxuvY6iXpCq5BPUUdSRsk1xD7F4wSy7GKBboM-bFgpIqb6x7YEgvKTIS8WrfI/s320/%25C3%2581g%25C3%25BAst+099.JPG) |
Fennikkan glæsileg |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhleuov_KeOzM-yKoo9Q_lyFC-_oU2PpHRa1c5Mr_OXvu62z6HHD6uaATp_JvOsFq5PVkSCzmnxNBRkRXq8QoYyJcTlkamEcywkBguGqFaHXIOyvhjhvwamswqkaZisBOtzUlTC07UAnhs/s320/%25C3%2581g%25C3%25BAst+100.JPG) |
Baunagrasið búið að reisa sig við og raða sér á stuðningsvírana |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgqf5kEVtjonKRHoIgI0dYqYj5bDNrhheVq8PhcyK6NT1QYfzkOJPsBPfdvVfXGiCdYKX3trivXjvHyXg485S94IUpipyIgOMaFXqmVvmM0H74qp7yk4POJyR0YJ7t9W-et7CRNnQKRpN0/s320/%25C3%2581g%25C3%25BAst+107.JPG) |
Tómatarnir að roðna, hef borðað 1 eða 2 á dag. |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj7INpVhKgMHE5yxn93qltM9imWIR6SK2xRlfITg2VWhcKIvA6oSpzzvdkq0GSw9q7HYxaqQo5FLIRo_rPivbx1MwXfOUEjbpT2ETNWrwaUikmGO4mA7AIDItmVem3tanbgmeimMoxx0io/s320/%25C3%2581g%25C3%25BAst+113.JPG) |
Fór í Smálöndin og afraksturinn fór í þessa súpu. Hún var góð. |
No comments:
Post a Comment