Forræktuðu plönturnar voru misfallegar
Hnúðkál |
brokkolívesalingur sem ég forræktaði, er þó ekki búin að gefa upp alla von með hann |
Keypt Brokkolí |
Matlaukur, eigin ræktun, ósköp vesæll greyið |
Fennel sem ég forræktaði, ekki sú al fallegasta |
Það var farið að glitta í kartöflugrös á premier kartöflunum mínum.
Þá var haldið heim á leið.
Settur saman safnkassi en hann var keyptur í stórri byggingarvöruverslun:
heimasætan setur saman safnkassa |
Þá var haldið áfram að undirbúa beðið þar sem eplatrén verða staðsett. Beðið var fullt af allskyns dótaríi, skriðsóley, skrautgrasi,gamalli girðingu,geitaskeggi, sólberjarunnum, leifum af gömlu víðilimgerði sem er búið að taka tímann sinn að grafa upp. Mikið verk er óunnið enn.
Huvitus eplatréð og súrkirsiberjatréð var umpottað í 7,5 l pott, gerð var blanda af 1/3 mold,1/3 fínum vikur og 1/3 sterkum sveppamassa og trén sett í.
Búið er að kaupa staura og vír til að setja upp stuðning fyrir veggtrén, þetta verður rosa flott eftir 10 ár
No comments:
Post a Comment