Ávaxtatrén mín eru enn í pottunum sínum upp við húsvegg. Það er heldur kalt til að planta þeim finnst mér. Ég er mikið að spá í hvernig ég á að koma þeim fyrir í litla garðinum mínum og er að hugsa um að búa til veggtré.
Fann þessa mynd á netinu
Þetta form er kallað Espalier. Smám saman vaxa þau og fylla upp í allt það pláss sem þau hafa. Hentar vel í litla garða en kostar töluverða vinnu við að snyrta trén.
Súrkirsiberjatréð er nú víst bara runni um 2 m á hæð og breidd. Ætti að gera komið honum fyrir einhversstaðar á góðum stað.
ohh það verður æðisleg vinna að snyrta þau og stúdera :) Kynnast hverju laufblaði :)
ReplyDelete