Við hjónin fórum í Smálöndin í dag með mótatimbur og verkfæri og smíðuðum ramma í kringum eitt beð (húsbóndinn sá reyndar aðallega um smíðavinnuna).
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEi6WGFEqprF24PWP6pkbUwPLuSumrGzb5UEK4zWt_AoYfdMGB1QtGvCtIv25p_PHGA8jZIIieUPeDh9djLdX-tx2iOlSzUzb7RhZXZ4V0pVUBE7k7jQyFpe0ikmrOCrfE70i74KLYQpU_w/s320/vinna+%25C3%25AD+sm%25C3%25A1l%25C3%25B6ndum+014.JPG) |
Tilbúið. Ég er mjög ánægð með það.
|
Síðan sáði ég fyrir gulrótum, rauðrófum, svartrótum og radísum.
Einnig sáði ég fyrir sykurbaunum í annað beð. Það fer heilt beð í þær.
Ég plantaði forræktuðum lauk og fennel. Þá fer matjurtagarðurinn minn alveg að verða tilbúinn.
Snilld!. . hlakka til að sjá þegar garðurinn verður orðinn grænn :)
ReplyDelete