Fór í dag að tína arfa. Nóg er af honum en þó er hann ekki alveg búinn að taka yfirhöndina. Það gerðist fyrsa sumarið mitt í Smálöndunum og gulræturnar fyrirfórust.
Ég sáði fyrir radísum 2.júní og í dag tók ég þær fyrstu upp. Þær fóru beint í salatið. Annars gerði ég þau mistök að sá þeim alltof þétt. Þurfti því að grisja mikið.
Vá hvað þær eru orðnar stórar!!! Snillingur!
ReplyDelete