Tuesday, June 21, 2011

Gróandinn

Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í garðinum og gaman að labba um og horfa á breytingarnar.  Í dag setti ég Pirja eplatréð í pott og þá eru öll 4 ávaxtatrén komin í nýjan pott, hlutirnir gerast oft hægt þegar mörg eru verkin sem þarf að vinna.  Þau munu svo væntanlega kúra undir vegg næsta árið eða allavega frammá haustið. 

Nokkrar myndir úr garðinum síðan í dag:

Ávaxtatré kúra undir vegg

Skjaldfléttur, grænkál og rautt grænkál, sjálfsáð úr garðinum

Svartyllirinn er þakinn blómum sem verða örugglega tilbúin í saftina daginn sem ég er að fara í ferðalag eins og í fyrra

jarðaberjabeðið

Salatbeðið. Þarna er líka vorlaukur
Í bakgarðinum er flest hægt að borða.  Þannig vil ég hafa það

No comments:

Post a Comment