Wednesday, June 29, 2011

Njólaslagur

Það er ýmislegt annað en matjurtir sem vex í Smálöndunum meðal annars njóli sem er ekki velkominn.  Í dag var ráðist til atlögu við hann

Best er að stinga hann upp til að ná allri rótinni.
Hér kemur svo skýrsla um stöðuna í Smálöndum í dag:
Brokkolíið dafnar vel. 

Smá munur á keyptum plöntum og forræktuðum heima, ég byrjaði líka fremur seint á forræktuninni

Hnúðkálið lítur vel út.

Forræktaðar rauðrófur.  Held það verði rauðrófur í öll mál hjá mér í haust

Matlaukurinn er ekki mjög fallegur

Fennel


Svartrót.  Spennandi nýjung.  Kölluð aspas fátæka mannsins í Svíþjóð.

Rauðrófur sem ég sáði fyrir.  Þær líta ágætlega út

Gulrætur farnar að skjóta upp kollinum.

Monday, June 27, 2011

Radísur

Fór í dag að tína arfa.  Nóg er af honum en þó er hann ekki alveg búinn að taka yfirhöndina.  Það gerðist fyrsa sumarið mitt í Smálöndunum og gulræturnar fyrirfórust. 
Ég sáði fyrir radísum 2.júní og í dag tók ég þær fyrstu upp.  Þær fóru beint í salatið.  Annars gerði ég þau mistök að sá þeim alltof þétt.  Þurfti því að grisja mikið. 

Tuesday, June 21, 2011

Gróandinn

Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast í garðinum og gaman að labba um og horfa á breytingarnar.  Í dag setti ég Pirja eplatréð í pott og þá eru öll 4 ávaxtatrén komin í nýjan pott, hlutirnir gerast oft hægt þegar mörg eru verkin sem þarf að vinna.  Þau munu svo væntanlega kúra undir vegg næsta árið eða allavega frammá haustið. 

Nokkrar myndir úr garðinum síðan í dag:

Ávaxtatré kúra undir vegg

Skjaldfléttur, grænkál og rautt grænkál, sjálfsáð úr garðinum

Svartyllirinn er þakinn blómum sem verða örugglega tilbúin í saftina daginn sem ég er að fara í ferðalag eins og í fyrra

jarðaberjabeðið

Salatbeðið. Þarna er líka vorlaukur
Í bakgarðinum er flest hægt að borða.  Þannig vil ég hafa það

Sunday, June 19, 2011

Uppskera

Nú eru flest beðin tilbúin, plöntur og fræ komin í jörð.  Nú er mesta vinnan fólgin í að vökva og reyta arfa.  Það er mjög gaman að fylgjast með vextinum og auðvitað að njóta fyrstu uppskerunnar.  Ég er löngu farin að nota kryddin svo sem basiliku, steinselju og kóríander ásamt myntu og graslauk.  Í gær fékk ég mér fyrsta salatið, reyndar bara fyrstu blöðin af klettasalatinu og eitthvað af sjálfsáða rauða grænkálinu mínu sem vex eins og arfi á einum stað í garðinum. 

Hér koma nokkrar myndir:

Sólberjarunnarnir eru þaktir blómum, ekkert hefur bólað á maðki á þeim í ár.



Keypt forræktuð brokkolíplanta

Kartöflugrösin farin að gægjast upp
Brokkolí sem ég forræktaði
Sykurbaunir
 Radísurnar eru komnar vel af stað og farið er að glitta í gulrætur líka.  Þessi tími er mjög skemmtilegur þrátt fyrir arfann. 

Monday, June 13, 2011

Garðvinna

Hvítasunnuhelgin var vel nýtt í garðvinnunni.  Ég fór í Smálönd í gær og reytti arfa, sáði fyrir sléttblaða steinselju, blönduðu salati, hrokkinni steinselju og vorlauk. Þá er sáðbeðið mitt alveg fullt. Farið var að glitta í radísurnar, annað ekki. 


Forræktuðu plönturnar voru misfallegar

Hnúðkál

brokkolívesalingur sem ég forræktaði, er þó ekki búin að gefa upp alla von með hann

Keypt Brokkolí

Matlaukur, eigin ræktun, ósköp vesæll greyið

Fennel sem ég forræktaði, ekki sú al fallegasta
Það er ekki alveg einfalt að forrækta sjálfur ef bestu aðstæður eru ekki fyrir hendi.  Ég þarf líklega að byrja heldur fyrr á næsta ári. 

Það var farið að glitta í kartöflugrös á premier kartöflunum mínum. 


Þá var haldið heim á leið. 

Settur saman safnkassi en hann var keyptur í stórri byggingarvöruverslun:

heimasætan setur saman safnkassa
Safnhaugagerð hefur lengi verið á dagskrá og hefur verið stunduð óformlega með því að hrúga garðaúrgangi á ýmsa staði í garðinum.  Nú er stefnan að hafa þetta skipulagðara.  Neðst í kassann skal setja greinar, svo á blandan að vera 2/3 grænt efni (gras, jurtir, grænmetisafskurður) og 1/3 brúnt efni ( þurr lauf, greinar, hey, dagblaðapappír). 


Þá var haldið áfram að undirbúa beðið þar sem eplatrén verða staðsett.  Beðið var fullt af allskyns dótaríi, skriðsóley, skrautgrasi,gamalli girðingu,geitaskeggi, sólberjarunnum, leifum af gömlu víðilimgerði sem er búið að taka tímann sinn að grafa upp.  Mikið verk er óunnið enn. 


Huvitus eplatréð og súrkirsiberjatréð var umpottað í 7,5 l pott, gerð var blanda af 1/3 mold,1/3 fínum vikur og 1/3 sterkum sveppamassa og trén sett í.


Búið er að kaupa staura og vír til að setja upp stuðning fyrir veggtrén, þetta verður rosa flott eftir 10 ár

Friday, June 10, 2011

Meira um ávaxtatré

Í morgun voru gráðurnar bara 3 og Esjan hvít. 

Ávaxtatrén mín eru enn í pottunum sínum upp við húsvegg.  Það er heldur kalt til að planta þeim finnst mér.  Ég er mikið að spá í hvernig ég á að koma þeim fyrir í litla garðinum mínum og er að hugsa um að búa til veggtré. 
Fann þessa mynd á netinu




Þetta form er kallað Espalier. Smám saman vaxa þau og fylla upp í allt það pláss sem þau hafa.   Hentar vel í litla garða en kostar töluverða vinnu við að snyrta trén. 
Súrkirsiberjatréð er nú víst bara runni um 2 m á hæð og breidd.  Ætti að gera komið honum fyrir einhversstaðar á góðum stað.

Tuesday, June 7, 2011

Tómataræktunin

Sáði fræjum af kirsuberjatómötum úr Bónus.  Fræin spíruðu ágætlega og var ég að umpotta í dag.





Plönturnar eru ekkert farnar að blómstra ennþá.  Mig langar til að kaupa lítið gróðurhús til að geta haft þær úti.  Mér leiðist  að hafa tómatplöntur inni í stofu. 

Ávaxtatrén komin heim

Ég ætla að taka þátt í tilraunaverkefni í ávaxtatrjáarækt og er í hóp B, en A er aðalhópurinn.  Við fáum að fljóta með og njóta góðs af verkefninu.  Flutt voru inn tré frá Finnlandi.  Þetta eru eins árs tré, spírur uppí loftið.

Þau líta svona út, langar renglur.

Súrkirsiber




Fékk 3 eplasortir græddar á Antonovka rótarstofn
Nú er bara að finna besta staðinn fyrir þau í garðinum. 

Thursday, June 2, 2011

Smíðavinna

Við hjónin fórum í Smálöndin í dag með mótatimbur og verkfæri og smíðuðum ramma í kringum eitt beð (húsbóndinn sá reyndar aðallega  um smíðavinnuna). 







Tilbúið.  Ég er mjög ánægð með það.

Síðan sáði ég fyrir gulrótum, rauðrófum, svartrótum og radísum. 

Einnig sáði ég fyrir sykurbaunum í annað beð.  Það fer heilt beð í þær.

Ég plantaði forræktuðum lauk og fennel.  Þá fer matjurtagarðurinn minn alveg að verða tilbúinn.