Wednesday, March 14, 2012

Vetrargarðurinn



 




Fór aðeins út í garð í gær og var að dunda mér við klippingar og skoða íbúana.  Mér sýnist veturinn hafa farið mjúkum höndum um þá flesta og meðal annars virðist Oregano hafa lifað hann af.  Snjórinn braut eitt eplatréð en ég vona að það muni lifa þrátt fyrir það.    Klippti ofan af því.   




Hér er mynd af eplatrénu síðan fyrr í vetur
Búið að fá klippingu

Pirja


Svartyllirinn er í ferlegu ástandi, vex í einni flækju




Reyndi að klippa hann, liggur enn mikið til niður við jörð.

Lavenderinn tórir enn, skýldi honum ekkert




 
 Brum á sólberjarunnanum
Undarlegur neonbleikur litur á sólberjarunnanum
Ekki sjálfgefið að Oregano lifi veturinn af
Það er vel hægt að fá sér grænkál núna
 
 


Jarðaberjaplöntur
Hér vaxa saman steinselja og mynta, steinseljan er tvíær en lifir sjaldnast veturinn af hér.
Kúmenplöntur gægjast uppúr jörðinni
Það er ekki hægt að borða þessa en þeir eru bara svo fallegir Vetrargosarnir


Sáði fyrir Lauk í dag 

Monday, March 12, 2012

Ræktunaraðstaða

Ég fékk hjálp frá tveimur herramönnum sem settu upp ljós í bílskúrnum.  Mér hafði áskotnast flúorlampi á síðasta ári frá vinkonu minni í sveitinni, borðið er gömul skápahlið og fæturnir tveir háir plaststólar.  Þar sem ég er að æfa mig í að forrækta þá vil ég ekki leggja alltof mikinn kostnað í útbúnað.  Ég er hinsvegar nokkuð ánægð með útkomuna.
Aðstaðan er í bílskúrnum hjá mér

Næst á dagskrá er svo að sá fyrir matlauk og Lavender.  Klippa runna og eplatrén, eitt er brotið :(.

Wednesday, March 7, 2012

vetur eða vor?

Fyrstu grænu kímblöðin gægjast uppúr moldinni, það er Timian sem ég sáði fyrir um viku síðan sem er farið að taka við sér.  Búin að taka lokið af og setja útí glugga

Sáði basiliku í þennan sniðuga pott sem ég fékk í jólagjöf.  Hann var búinn til á Bjarkarási.  Neðri hlutinn er fyrir vatn og efri fyrir mold.

Það sem stendur fyrir dyrum í mars er að koma sér upp aðstöðu fyrir græðlingana út í bílskúr, er búin að útvega mér flúorljós og ætla að hengja það yfir borð.
Svo eru það vorverkin, klippa runna og tré.

Langar til að sá eftir tungldagatalinu sem hægt er að finna hér:http://www.nattura.is/efni/h11/flokkur1372/sida1/

Það getur verið erfitt að halda að sér höndum þegar góðir dagar koma á þessum árstíma.

Sunday, March 4, 2012

Vorfiðringur

Nú er kominn smá fiðringur í fingurnar og löngun til þess að róta í mold.  Í gær sáði ég fyrir:
Timian, Rósmaríni, einni tegund af sumarblómum, setti í mold 4 eikarakörn og 1 eplakjarna úr smáepli sem ég týndi í Oslo í fyrrahaust.  
Krydd er ágætt að sá fyrir í mars en matjurtir ekki fyrr en um miðjan apríl.  
Ég er líka að skipuleggja garðinn minn, reyni að rækta ekki sömu hlutina ár eftir ár á sama stað.  Vandinn er sá að ég á svo mikið af fræi að allrahanda plöntum að ólíklegt er að pláss sé fyrir þetta allt. 
Annars smakkaði ég jarðskokka í gær og mikið voru þeir góðir.  

Það er svo gaman að versla fræ, alltaf hægt að bæta við sig.

Ég held dagbók og punkta hjá mér helstu atriði

Verkfærin við sáninguna

Pínulítið gróðurhús, svo er bara að athuga  á hverjum degi hvort fræin séu farin að spíra.