Monday, August 22, 2011

Sólber, nokkrar uppskriftir

Ég er í því að verka sólberin þessa dagana.  Þau sem ekki rata beint uppí munn eða eru notuð í matinn jafn óðum eru hreinsuð og lausfryst til síðari notkunar.  Ég ákvað að pósta nokkrar uppskriftir úr sólberjum.

Ég er búin að gera tvenns konar berjapæ:

Berjapæ úr gestgjafanum:
6 epli skorin í bita (ég notaði lífræn epli og hafði þau með hýði)
1 msk vanillusykur
1/2 dl hlynsýróp
100-150 g sólber (uppskrift segir bláber)

Eplin eru sett í botninn á eldföstu móti, vanillusykri og hlynsýrópi blandað í.  Álpappír breiddur ofaná og bakað í 20 mín við 180 gráður. Bætið berjum við og "crumble"  sett yfir og bakað í 20-30 mín til viðbótar eða þangað til deigið er orðið gyllt.  Berið fram með þeyttum rjóma eða ís.  Það má nota rabarbara í stað  berjanna. 
Næst mun ég bera það fram með grísku hunangsjógúrtinni sjá að neðan.

Crumble
150 g hrásykur
200 g hveiti
200 g smjör skorið í litla teninga
150 g haframjöl
50 g sesamfræ
50 g sólblómafræ
(dálítið stór skammtur af deigi fannst mér)
Blandið öllu saman þar til það er orðið að fínum kögglum.  Kælið. 

Gerði þessa uppskrift líka með blöndu af bláberjum og krækiberjum og fannst hún ekki eins góð þannig, betra að fá aðeins súrt bragð. 

Annað berjapæ kemur úr smiðju himnesku Sollu.

1 bolli kókosmjöl
1 bolli haframúslí (ég læt hjartað segja til um magnið)
¼ bolli spelt
100 g döðlur, smátt saxaðar
50 g möndlur
2-3 msk kókosolía
2 egg
¼ bolli agave-síróp eða hunang
2 bollar sólber

Allt nema eggin og agave-sírópið/hunangið sett í matvinnsluvél og blandað saman þar til það byrjar að klístrast. Þá er eggjum og sírópi bætt út í og þetta á að blandast vel saman. Hellið deiginu í smurt form og stráið sólberjunum yfir. Bakið við 180°C í 15-20 mín. Berið fram með límonukryddaðri grískri jógúrt (2 dl grísk jógúrt, 2 msk hunang, 1 msk fínt rifið limonuhýði. Hrært saman og kælt í smá stund.)

Þessi límónukryddaða jógúrt er mjög gómsæt vægast sagt. Mæli með henni. 

 

Sólberja og chili chutney

3 dl sólber
2 dl kókosmjöl
1 dl döðlur, saxaðar
1 rautt chili-aldin
½ rauðlaukur, saxaður
3 cm biti af ferskri engiferrót
2 límónulauf
5 cm sítrónugras
2 hvítlauksrif
1 tsk salt
Allt sett saman í matvinnsluvél og maukað saman. 

Þetta var ágætt alveg.  Veit ekki hvort ég myndi gera það aftur samt.

Síðan ætla ég að prufa að gera hrásultu þessi er úr Gestgjafanaum. 

1 kg ber
400-500 g sykur
1 msk rotvarnarefni (hugsa að ég sleppi því og frysti hana bara)

Skola ber og þurrka vel. Hellið berjunum, sykri og rotvarnarefni í leirskál og hrærið saman með sleifarskafti.  Hrærið í þessu annað slagið og látið samlagast í 2 sólarhringa.  Heillið í hreinar krukkur og geymið á köldum stað.  Athugið að berin þurfa að vera nýtínd. 


á leiðina í frystinn


No comments:

Post a Comment