Sunday, November 27, 2011

Lavender

Ég er búin að þurrka lavenderinn minn og setja hann í litla poka.  Þá set ég í fataskúffurnar til að gefa góða lykt.  Ég hef lengi haft lavender í skúffunum mínum en hann heldur fatnaði og rúmfötum ferskum.  Þetta er þó fyrsta árið sem ég er sjálfbær á þessu sviði.  Hef alltaf þurft að kaupa hann.  Ég sáði fyrir lavender í vor og hann blómstraði heldur seint.  Ætli ég þurfi ekki að setja hann inn í bílskúr í vetur.  Veit samt ekki hvort ég nenni að standa í því.  Mér hefur ekki enn tekist á láta lavender lifa af veturinn en hef heyrt að sumum hafi tekist það.


Hér er hann í blóma

og kominn í poka, ilmar vel....

Friday, November 25, 2011

Garðurinn minn í nóvember

Hvað er hægt að gera í matjurtagarði í nóvember?  Ég fór út í garð í vikunni og týndi sléttblaða steinselju.  Einnig er töluvert af grænkáli útum allan garð en það fékk leyfi til þess að sá sér.
Mér sýnist Svartyllirinn minn hafa þroskað ber og er enn að mynda blómknúppa. Ég hef samt ekki týnt berin, klasarnir eru ekki mjög margir.

Ber á Svartylli






Blómaklasi á sama runna



Svartyllirinn minn er hálf druslulegur greyið.  Þyrfti smá snyrtingu



Gulræturnar mínar voru hálf misheppnaðar í ár.  Þær síðustu sem ég tók upp um miðjan október voru morknar og ég held að það hafi jafnvel verið í einhverjum þeirra ormar.  

morkin gulrót.  
 Ég setti niður hvítlauk í Garðarshólma síðustu helgina í október.
Þetta er tegundin af hvítlauk sem ég setti niður.  Setti rif úr 3 laukum.
Hér kemur svo mynd af bláu kartöflunum mínum.  Þær eru svolítið flottar en mér finnst rauðar samt alltaf bestar.  Kartöfluuppskeran var mun minni í ár en í fyrr.
Bláar kartöflur

Enn eru að þroskast tómatar í stofunni minni.  Þeir eru svolítið vatnskenndir en það eru líka tómatarnir sem ég kaupi útí búð.

Hvað er svo framundan?  Enn get ég tekið upp grænkál, svo er eftir að gera upp árið.  Fara yfir það sem vel gekk og ekki eins vel.  Svo er bara að fara að skipuleggja sáningu á nýju ári.  Ég ætla að setja upp flúorljós fyrir græðlingana mína.