Sunday, August 21, 2011

Eplatré og berjatínsla


Ég fór á fróðlegan fyrirlestur um ræktun eplatrjáa.  Leif Blomqvist heitir fyrirlesarinn og rekur hann gróðrastöð norðarlega í Finnlandi og hefur sérhæft sig í eplatrjám, öðrum ávaxtatrjám og berjum.
Margt fróðlegt kom fram.  Hann nefndi nokkur yrki sem gætu passað okkur hér á Íslandi sem eru bæði harðgerð og bragðgóð. Til dæmis Tsaarin Kilpi, Valkealan Syys, Vit Nalif, Sockermiron, Astrakhan Gyllenkrok, Astrakhan Storklar (það er hægt að sá fyrir því), Borgovskoje, Esters Paronapple (líkist peru á bragðið) Gerby Astrakhan, Gerby Tidiga, Gyllene Kitajk, Pirja, Safstaholm, Salla, Suislepp, Veiniöun ( mjög súrt), Willnasananas (mjúkt undir tönn)
Eplatrén þurfa mjög góðan stað í garðinum.  Bestu staðina þurfa perur og plómur og svo eplin. 
Best er að klippa trén í ágúst samkvæmt Leif.  Þá koma ekki eins mikið af nýjum sprotum árið eftir. 
Fá yrki eru sjálffrjóvgandi og best er að hafa 3 yrki saman.  Þá er frjóvgun nokkuð örugg.
Eplin eru ágrædd og skiptir stofninn máli.  Hann hefur notað mikið Antonovka stofn sem er heilbrigður og harðgerður en fremur þróttmikill og verða trén stór.  Hann er núna að gera tilraun með stofn sem heitir B118 sem er hálf dvergtré.  Það er harðgerður stofn.  Gefur aldin fyrr en Antonovka.  Gæti hentað vel á Íslandi en hann er bara að byrja að prufa þennan stofn.
Leif býr á svæði sem er mjög kalt og því getur hann ekki klippt trén sín mikið ( meiri vöxtur nýrra sprota sem geta kalið og auðveldað sjúkdómum leið í tréð).  Við á Íslandi ættum að geta klippt meira og sýndist mér til dæmis Sæmundur á Hellu vera mjög óhræddur við klippingar.  Ungar plöntur er best að klippa að vori þegar aðeins er farið að hlýna. 


Af öðru.  Sólberjauppskeran er mjög góð.  Ég er búin að týna töluvert (hef ekki vigtað) og nóg er eftir.  Ég er búin að búa til berjapæ, sólberjadrykk og chutney, allt mjög gott. 


Lavender "Ellegance sky"  alveg við það að springa út. Ætlar að standa við það sem stóð á umbúðum að hann myndi blómstra á fyrsta ári

Epli og súrkirsi

Epli, komnar fallegar greinar

Dill, ótrúlega gott krydd

Fyrstu gulræturnar

Fennel, ég er búin að nota það í salöt. Mjög gott og mun ég örugglega rækta það aftur næsta sumar.

No comments:

Post a Comment