Wednesday, September 21, 2011

Haust

Nú haustar að og ég þurfti að skafa af bílnum í fyrsta skipti í morgun.  Við fórum og tókum upp kartöflur og það er gott að vita af þeim komnum í hús.  Ég geymi þær í bílskúrnum, í myrkvaðri kompu.  Þar sem það er búið að rigna ansi mikið að undanförnu þá var jörðin blaut og það þarf að passa uppá að þær þorni almennilega. 
Síðustu leifarnar af grænmeti í Garðarshólma

Brokkolíið vex enn

Baunagras

Haustlegt um að litast í Smálöndum

Þær bláu voru risahnullungar
Uppskeran af kartöflum á leið í bílinn
Annars er ég búin að vera að taka upp gulrætur, síðustu rauðrófurnar í dag, brokkolí,baunir, steinselju (fullt af henni) og salat.  Einnig vorlauk.  Fékk líka eitt hindber sem ekki náðist á mynd það var borðað svo hratt. 

Af kartöflunum fannst mér þær bláu stæstar, Möndlu voru mjög misjafnar.  Gullauga og Rauðar svipaðar.  Kartöflurnar litu ágætlega út og engin merki um sýkingar.

Næsta ár þarf ég að búa til betri stuðning við baunirnar og helst að forrækta þær svo þær byrji fyrr að gefa af sér.  Þær eru á fullu að blómstra en ég veit að við smá frost þá eru þær búnar. 

Nú er bara eftir að stinga hvítlauknum niður og taka þessar fáu gulrætur upp.  Einnig svartræturnar. 
Svo á ég líka eftir að planta eplatrjánum og þá fer nú garðverkum að fækka og bloggfærslum líka geri ég ráð fyrir. 

No comments:

Post a Comment