Sunday, October 16, 2011

Eplatrjám plantað


Setti Eplatrén niður fyrsta október.  Fékk hjálp við að setja niður staura og festa víra á þá.  Gróf 50-60 cm djúpar holur sem voru 60 cm á breidd.  Setti smá hænsnaskít í botninn og blandaði vel.  




3 í röð og eru bundin á víra.  Munu verða vanin í svokallað Espalier form.  Nú er ég bara að spá í hvort ég eigi að klippa toppinn af í haust eða næsta vor.  Er ekki viss.
Súrkirsiberjatréð er enn í sínum potti sem ég gróf niður í beð fyrir veturinn.  Ætla að reyna að koma því fyrir við húsvegg.  Geri það væntanlega næsta vor.
Fór í dag í Smálönd og tók upp restina af gulrótunum, svartræturnar og fullt af brokkolíi og steinselju.  Baunirnar voru ónýtar því miður.  Búnar af frjósa og þola það greinilega ekki mjög vel.  Dálítið maus að grafa svartræturnar upp því þær brotna auðveldlega.  Örugglega eitthvað trix sem ég verð að kynna mér ef ég ætla að prufa þær aftur.  Líklega eru þær of hægvaxta fyrir íslenskt veðurfar, voru fremur smáar hjá mér.  Er líka enn að fá tómata.  Þeir eru orðnir minni en í sumar og ekki eins bragðmiklir finnst mér.  Ég er búin að setja fullt af grænkáli í frystinn þvi ég þurfti að taka upp allt kálið mitt og færa kálbeðið þegar ég gróðursetti eplin.
Nú er bara eftir að setja niður hvítlauk og hreinsa arfa (ef ég nenni)
Ég var í Osló um helgina og týndi þar eikarakörn á Karl Johan og einnig villiepli sem ég ætla að prufa að sá að gamni.

No comments:

Post a Comment