Sunday, April 22, 2012

Fyrsti vinnudagur í Smálöndunum

Það var gott veður um helgina og við notuðum tækifærið og fórum uppí Smálönd og byrjuðum undirbúningsvinnuna fyrir sumarið.  Reyta arfa og stinga upp beðin.

Ég er líka búin að vera að sá á fullu og ég á svo mikið af fræjum að ætla mætti að ég væri með heilan búgarð og fullt af gróðurhúsum en ekki nokkurra fermetra skika til ræktunar.

Klippti eplatrén sem var nú ekki stór aðgerð þar sem þau eru bara litlar píslir enn, samt er mikilvægt að gera það rétt frá byrjun og ég er að lesa mér til um réttar aðferðir.

Ég sáði líka fyrir salati, radísum og vorlauk í beð með plasti yfir.











Eplatré, búið að klippa af toppnum

Áður en klippt var af toppnum

og eftir, klippa skal nálægt brumi á ská.  

heimasætan að hjálpa foreldrunum í Smálöndunum

Hér glittir í hvítlaukana mína til hægri á myndinni. 
Í þetta beð sáði ég salati, radísum og vorlauk

2 comments:

  1. Þetta er meiriháttar, vonandi á ræktunin eftir að ganga vel og ég lofa þér að þín uppskera mun bragðst betur en nokkuð annað. Hef sjálf prófað og fjölsk meðlimir skildu ekkert í því að ég hafði aldrei á ævi minni bragðað eins gott grænmeti :o) kkv, Hrönn

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir, já eigið grænmeti er svo sannarlega langbest.

    ReplyDelete