Sunday, April 15, 2012

Vorverkin hafin




Vorverkin eru svosem löngu hafin, hlýtt var í veðri í dag og runnar að verða grænir.  Ég priklaði bæði timian og sumarblóm ( Pansy).  Ætla að bíða aðeins með að prikla rósmarínið það er ennþá að spíra sýnist mér.  Svo gerði ég salatbeðið klárt, ætla bráðlega að sá í það.  Setti í beðið bæði hænsnaskít og sveppamassa.  Hreinsunarstarf er líka hafið, garðurinn hefur verið undirlagður af skriðsóley sem ég hef verið að berjast við síðustu ár.  Einnig fýkur ótrúlega mikið drasl í garðinn, alltaf þarf að tína það upp.  
Eplatrén eru farin að bruma en ég er svolítið hrædd um að sveppasýking hrjái einhver af þeim.  Það er ekki gott.  
Næst á dagskrá er að sá fyrir fleiri  matjurtum, kaupa kartöfluútsæði og láta spíra og fara að stinga upp beð í Smálöndunum




Græðlingar tilbúnir til priklunar


Rósmarín

Ég nota þessa mold 

Ég nota jógúrtdollur undir plönturnar, skrifa nafn þeirra beint á dollurnar með  vatnsheldu tússi. 

Fylla af mold, gera holu  með pennanum 

Losa græðlingana varlega í sundur 

stinga í mold og þjappa svolítið 


þessi fallega bjalla var að sóla sig

sólberjarunninn er að verða grænn
salatbeðið undirbúið, hef dagblöð neðst til að kæfa illgresi 

það er mikið af feitum möðkum í garðinum mínum.  

Hér er beðið tilbúið. 

No comments:

Post a Comment