Sunday, May 13, 2012

Beðið eftir betra veðri



Nú erum við búin að stinga upp garðana í Smálöndum og bera á þá.  Setti hænsnaskít og garðamjöl í annan garðinn en í hinn garðinn þar sem kartöflurnar verða settar niður fór gamall hrossaskítur og garðamjöl.  Nú á ég bara eftir að kalka og setja brennistein í kartöflugarðinn.  Aðeins er farið að kræla á radísunum, salatinu og vorlauknum sem ég sáði fyrir en baunirnar sem ég sáði út láta ekki sjá sig enda líklega alltof kalt fyrir þær ennþá.  Ég sáði því fyrir baunum inni í dag.  Mér finnst þær hafa blómstrað of seint undanfarin 2 ár og ég misst þær í haustfrostum.





Brokkolíplönturnar mínar eru kyrkingslegar.  Mér ætlar ekki að takast vel upp með að forrækta þær.  Ætla að prufa að vökva þær reglulega með hænsnaskítsvatni.
Hindberjarótarskot
Sólberjarunnarnir eru farnir að blómstra,

Sáði fyrir Fenneli  29.4.  Þær plöntur eru komnar upp.

Allt tilbúið fyrir baunirnar, sáði fyrir þeim 29 apríl en ekkert bólar á þeim.

radísurnar fyrir 2 vikum, orðnar töluvert stærri núna

Baunir

rósmarínið vex hægt

rautt grænkál er byrjað að vaxa aftur

Fólk er byrjað að stinga upp garðana í Smálöndunum

líf í Smálöndunum

Chili

Tómatplöntur áður en þær voru priklaðar




Búið að prikla þær

Kúrbíturinn

Verið að stinga upp garðana í smálöndum


Önnur mynd af kúrbítsplöntunum, þær vaxa hratt

Brokkolíið er hálf ljótt

Sumarblóm, Pansy

Timian vex ágætlega
Sáði steinum af lífrænum appelsínum 29 apríl, það bólar nú ekkert á þeim ennþá

Sáði fyrir sólblómum 29. maí. Komnar fínar plöntur

Einnig sléttblaða steinselju, komnar litlar plöntur.  

No comments:

Post a Comment