Wednesday, May 30, 2012

Plantað og sáð

28. maí sáði ég fyrir Steinselju, vatnakarsa,vorlauk salati kamillu, klettasalati, radísum og dilli í Smálöndum.  Viku áður sáði ég fyrir gulrótum og nokkrum dögum áður fyrir rauðrófum og svartrótum  Ég plantaði líka út lauknum og brokkolíi sem ég var búin að forrækta.  Þá á ég bara eftir að sá fyrir baunum og planta út Fenneli sem ég er að herða núna. Mér áskotnuðust tvær grænkálsplöntur og einnig tómatplöntur af yrkinu Ailsa Craig sem mér skilst að geti verið harðgerðir og er ég að herða þær plöntur núna og ætla að hafa þær úti í keri í garðinum.

Kartöflurnar eru komnar niður, Premium og svo einhverjar sortir sem ég fann í garðinum sem við vorum að fá í sumar.

Eplatrén mín eru með einhverjum lúsakvikindum og kom Askur Tré Asparson og tók myndir af þeim og ætlar að láta greina þær og gefa mér ráð um hvað hægt sé að gera.  Toppurinn brotnaði líka á Savstaholm trénu mínu, líklega hefur stelpan mín verið að hamast í vírnum sem það er bundið við og það ekki nægilega fest.  Margt er að varast.

Ég er farin að uppskera radísur, graslauk og steinselju síðan í fyrra.  Stutt er líka í salat en eitthvert kvikindi, líklega köttur vill fara í salatbeðið og liggja þar og róta upp plöntunum.

Kartöflurnar tilbúnar til niðursetningar

Komin á sinn stað í beðið

Fallegir túlipanar hjá nágranna mínum í Smálöndunum

Forræktaði nokkrar baunir sem eru komnar í pott í garðinum

Fennel

Rósmarín, ætla að setja það í ker 

Tómatar sem ég fékk hjá Arnari nágranna í Smálöndum, Ailsa Craig

Salatið að koma til 

Fyrsta uppskera af radísum

Blað af eplatré, þau eru öll sýkt hjá mér

Mjög léleg mynd af lúsinni

Brokkolíplanta komin á sinn stað

Laukurinn 

Sólblóm

Moldin sigtuð

Verið að undirbúa beð

Gott að gera uppdrátt af garðinum svo maður viti hvað er hvað

No comments:

Post a Comment