Sunday, June 10, 2012

Þurrkatíð

Mikil þurrkatíð er núna og er nauðsynlegt að vökva vel á hverjum degi.  Ég er hrædd um litlu plönturnar mínar, vona að þær sleppi þokkalega.  Var að umpotta Zucchini  í dag.  Er með 3 plöntur í bílskúrnum sem eru farnar að blómstra.  Í fyrsta sinn sem ég rækta Zucchini.  Tómatar og gúrka þurfa líka umpottun mjög bráðlega.

Nokkrar myndir

Timian vex hægt

Lavender sem ég sáði fyrir í fyrra

Zucchini blóm

Steinseljur

Baunagrös

Tómatar sem eru ósköp vesælir

Sáði fyrir þessum fjólum og þær eru farnar að blómstra

Kúmen

Eplatrén farin að taka við sér eftir pödduárás í vor

Súrkirsiber í blóma.  Það er enn í potti

No comments:

Post a Comment