Friday, August 17, 2012

Góð spretta

Eftir rigninguna síðustu daga hefur gróðurinn aldeilis tekið við sér.  Garðarshólmi er í miklum blóma og uppskeran er sérdeilis góð.

Hér sést uppskeran í dag.  Þarna eru rauðrófur, gulrætur, kartöflur, hvítlaukur, salat , fennel og krydd.
Gulræturnar eru aðeins étnar líklega af gulrótarflugunni en það er samt hægt að nota þær.  Þarna sjást bæði rauðar kartöflur og premium. Hvítlaukurinn er fremur smár og lítið búinn að skipta sér.  

Loksins eru sólblómin útsprungin.  

Þarna sést yfir Garðarshólma.  Baunir eru í forgrunni

Dill og nóg af því.  

Fennelið er glæsilegt grænmeti 

Baunirnar eru farnar að þroskast.

Hér sést kúrbítur sem er staðsettur í bílskúrnum mínum.

Hindberjarunnin gefur vel af sér í ár

Eplatré

Baunir í garðinum mínum, ég hef þær í stóru keri og það kemur vel út.

Við erum á fullu að tína jarðaber, sólber og hindber.  Það kom ágætlega út að sá salati með 1-2 vikna millibili.  Við eigum enn alveg fullt af salati.



No comments:

Post a Comment