Sunday, December 30, 2012

Desembergarðurinn

Snjór er nú yfir öllu.  Mér finnst garðurinn mjög fallegur í vetrarbúningi.  Enn eru nokkur ber á runnum og blómin standa visin í pottunum eins og skúlptúrar.
Ég á enn kartöflur í geymslunni og Chili á plöntunum inni.  Í frystinum er timian og steinselja.  Grænkálið er úti í beði og bíður eftir að vera borðað.

Síðasta sumar var ágætt í garðinum.  Nokkuð þurrt þó sem var slæmt. Ég sáði fyrir lang flestu í ár, keypti ekkert forræktað.   Kartöfluuppskeran var ekki nógu góð fannst mér.  Ég fékk mikið af baunum en gat ekki notið þeirra allra þar sem þær þroskuðust ekki fyrr en í september og þá var ég í útlöndum
Brokkólíið bar ekki knúppa og var því alveg misheppnað í ár.  Nóg var af steinselju og timian.  Einnig ágæt uppskera af rauðrófum en gulræturnar heppnuðust ekkert sérlega vel hjá mér í ár frekar en áður.  Það er í þeim óværa, gulrótarfluga sem étur þær.
Dillið var mikið notað og mig langar í meira af því á næsta ári.  Sérlega ljúffengt krydd.
Ég var ánægð með Lavenderið mitt og er það allt þurrkað og komið inní skápa þar sem það eyðir skápalykt.    
Ég sáði fyrir kamillu sem ekki spíraði.
Kúmenið gaf fullt af sér en svolítið maus er að hreinsa fræin.  Paprikurnar voru hálf misheppnaðar, urðu pínulítil grey og hálf bragðlaus, Gúrkan gaf vel af sér og einnig Zucchini plönturnar en þær eru eiginlega of stórar til að vera inni í pottum.
Ég fékk 2 súrkirsiber, fullt af hindberjum og jarðaberjum.
Tómatarnir eru fyrirferðamiklir inni í stofu og ég held ég sleppi þeim á næsta ári.
Ég fékk heljarmikla uppskeru af Basiliku og ætla að sá fyrir henni á næsta ári líka
Svartræturnar mínar eru enn í moldinni.  Ætli ég sjái ekki hvort þær lifi veturinn af.
Hér koma fáeinar myndir sem ég tók úti í garði í dag.





1 comment: