Friday, February 15, 2013

Undirbúningur fyrir vorið

Nú er hafinn undirbúningur fyrir vorið og sumarið.  Ég velti fyrir mér hvaða tegundir mig langar að rækta og er búin að sá fyrir basiliku.
Ég ætla að rækta fullt af sléttblaða steinselju sem auðvelt er að frysta.  Einnig fullt af dilli sem ég fékk mikið dálæti á síðastliðið sumar.  Rauðrófurnar verða á sínum stað en ég veit ekki hvort ég muni sá fyrir gulrótum sem ekki hafa heppnast svo vel hjá mér á undanförnum árum.  Brokkolí ætla ég að rækta nóg af því það er ótrúlega gott bæði hrátt og léttsoðið með smjöri.  Kartöflur eru fastur liður en ég er mikil kartöfluæta.  Síðan er það salatið að sjálfsögðu og kannski einhver laukur.  Ég hef ræktað sykurbaunir undanfarin ár, þær eru mjög góðar en blómstra seint og hafa eyðilagst í frostum að hausti.  Kannski ætti ég að reyna að forrækta þær í ár.
Ég ætla að reyna að verða mér útum Lavenderfræ í ár, mig langar í fullt fullt af Lavender í garðinn hjá mér.
Ég fór í gegnum fræsafnið hjá mér, alltaf nóg til

sáði fyrir basiliku

Sáði beint í pottinn, gott er að setja venjulega mold og svo smá sáðmold efst .  Bleyta vel í.    Svo breiði ég dagblöð yfir pottinn á meðan spírun stendur.  

No comments:

Post a Comment