Sunday, March 17, 2013

Af græðlingum og öðru tilfallandi

Dagurinn í dag var fagur, sól og heiðríkja en ansi kalt.  Ég skellti mér samt útí garð og við hjónin settum upp nýjan vír sem mun styðja við næstu hæð á epla "espalier" .  Svo er að klippa toppinn af eplatrjánum rétt fyrir ofan vírin og venja tvær greinar útá við meðfram vírnum.  Smátt og smátt verður til lifandi limgerði úr eplatrjám ef ég fæ mínu framgengt en ekki pöddurnar sem hafa herjað á trén.  Síðasta sumar var það Laufrani.
Undir ljósi í bílskúrnum vaxa og dafna Lavender græðlingar "Ellegance sky". Ég á enn plöntur sem eru nú á öðrum vetri í garðinum mínum.  Þær eru í keri sem stendur við bilskúrinn. Mér sýnist fara að líða að því að það þurfi að prikla græðlingana.  Hin fræin sem ég keypti (Hidcote blue) eru enn ekki farin að spíra.
Ég umpottaði chiliplöntunum síðan í fyrra en ein er aftur farin að blómstra.
Appelsínutréð sem ég sáði fyrir í fyrra er ósköp druslulegt en ég umpottaði því og krossa fingur að það lifi.


Lavender

Chili planta farin að blómsta að nýju


Chiliskógur

Appelsínutré

No comments:

Post a Comment