Saturday, June 15, 2013

Seinkun á vorverkum

Var sein með öll vorverk þetta árið, ekki bara vegna kulda í maí heldur einnig vegna anna.  Ég forræktaði dill, tvenns konar Lavender,  fennel og oregano Keypti svo forræktað brokkolí (gekk illa að forrækta það í fyrra).  Ég sáði fyrir blaðsalati, spínati, rukkola.  Einnig fyrir rauðrófum, baunum, steinselju og meira dilli.  Setti niður 2 konar kartöflur, rauðar og gullauga.  Nú er allt komið niður á sinn stað sem betur fer.  

 Ég var ánægð með að aspasinn virðist hafa lifað af veturinn og glittir nú í nokkra sprota.




Sýnist þetta vera fennel.

Lavender






No comments:

Post a Comment