Wednesday, August 24, 2011

Baunir

Fyrstu baunirnar eru komnar og er ég búin að bíða spennt eftir þeim.  Þetta eru sykurbaunir en á næsta ári ætla ég að vera með fleiri gerðir.  Nú er bara að krossa fingur og vona að ekki komi næturfrost alveg á næstunni.

Þær eru bæði góðar og fallegar

Þarna standa þær í fullum blóma

Gulræturnar aðeins teknar að gildna

Svartrætur, ætli ég þurfi ekki að fara að grisja þær

sléttblaða steinselja, bjó til mjög gott pestó úr henni 

hrokkin steinselja

vorlaukur

Ég sáði fyrir þessum rauðrófum og koma þær mjög vel út.  
Ég tók upp að auki í kvöld fullt af salati, fennel  og smá brokkolí.  Svo var gert kjúklingasalat.

No comments:

Post a Comment