Saturday, August 13, 2011

Uppskerutími

Nú er tími til að njóta, það er sumar og sól, gróðurinn hefur tekið vel við sér, berin eru að verða þroskuð.  Ég var að taka saman það sem við höfum verið að borða úr eigin garði hingað til. 
Kartöflur, rauðrófur, brokkolí, hnúðkál, ýmsar tegundir af salati og grænkáli, vorlaukur, jarðaber, sólber, kirsuberjatómatar, mynta, oregano, timian, basilika, kóríander... held ég sé ekki að gleyma neinu.

Nú er ég að bíða eftir matlauknum og baununum.  Fenníkan er að verða tilbúin, þarf bara að finna einhverjar skemmtilegar uppskriftir. 

baunirnar mínar blómstra

No comments:

Post a Comment