Sunday, August 28, 2011

Rauður matur

Fékk góðar vinkonur í mat um helgina og þær pöntuðu rauðrófusúpuna sem þær höfðu fengið hjá mér í fyrra.  Hún er virkilega góð, dálítið vel krydduð.  
 Hér kemur uppskriftin sem er úr gestgjafanum upprunalega:



Rauðrófusúpa

1 msk ólífuolía
1 rauðlaukur saxaður
1 og ½ teskeið cummin
350 g rauðrófur bakaðar
½ líter kjúklingasoð
1 dós kókosmjólk
2 msk rifið engifer
½ grænt chili ( notaði rautt currypaste á hnífsoddi)
2 hvítlauksgeirar
Salt og pipar
Limesafi

Laukur og cummin steikt þar til laukur er glær
Allt annað nema limesafi sett útí og soðið í 10 mínútur.  Maukað og smakkað til með limesafa salti og pipar.  




Hélt áfram að týna sólberin.  Týndi í klukkutíma, viktaði ekki en þetta voru einhver kíló.  Það er enn eftir ber en ég held ég muni ekki týna meira í ár.  Þau eru að verða svolítið þreytt.  Var að hugsa um að sjóða saft en einhvernveginn langaði mig ekki í soðin ber og fullt af sykri svo ég pressaði berin í safapressunni, þynnti safann með vatni til helminga og setti smá agavesýróp í. Mjög góður sólberjasafi og fallega rauður líka.  Frysti eitthvað af honum líka. 



Fór uppí Smálönd í kvöld í rigningunni.  Týndi baunir, það er alltaf svolítið gaman því það þarf að rýna svo í baunagrasið áður en maður kemur auga á baunirnar.  Þær fela sig.

Svartrótina þarf ég að grisja, hafa 10 cm á milli plantna. Þarf að grafa þær upp því ekki dugir að toga í grasið. Þær má yfirvetra í garðinum ef þeim er skýlt ef þær verða ekki orðnar passlegar til átu.  

Svartyllirinn blómstrar enn hjá mér.  

Jarðaberin blómstra líka ennþá og enn finnast eitt og eitt ber á stangli. 

No comments:

Post a Comment