Sunday, August 7, 2011

Sumarfrí

Búin að vera á faraldsfæti í sumarfríinu.  Nú er líka kominn tími til að njóta uppskerunnar.  Vinnan fyrr í sumar er farin að borga sig margfalt til baka í gómsætum réttum.  Ekkert er betra en nýuppteknar kartöflur soðnar með smjöri. 

Arfinn vex eins og aldrei fyrr á þessum tíma en góð forvinna í vor hjálpar.  Svo er bara að halda í horfinu.

Kartöflugarðurinn okkar er  á kafi í arfa en núna eru grösin farin að hafa yfirhöndina.  Reyndar eru möndlukartöflugrösin ljót en mér skilst að þau séu bara þannig. 

Læt fylgja nokkrar myndir frá síðustu dögum

Laukarnir að verða hinir myndarlegustu

Fennikkan glæsileg

Baunagrasið búið að reisa sig við og raða sér á stuðningsvírana

Tómatarnir að roðna, hef borðað 1 eða 2 á dag. 

Fór í Smálöndin og afraksturinn  fór í þessa súpu.  Hún var góð. 

No comments:

Post a Comment