Tuesday, May 10, 2011

Fyrsti vinnudagur í Garðarshólma


Við fórum uppí garð þann 7.5 og byrjuðum að stinga upp og hreinsa beðin.  Nóg af arfa til að hreinsa.  Veðrið var dásamlegt.  Ég gat ekki séð að fólk væri farið að huga að görðunum sínum.  Næsta skref er að kaupa hænsnaskít og blanda í beðin.  Okkur langar líka til að gera varanleg beð með því að smíða um þau kassa og gera almennilega göngustíga á milli.  Það myndi spara vinnu. 
Í fyrra setti ég kartöflurnar niður þann 17 maí.  Þær eru að spíra og gengur mis vel.  Möndlurnar eru lítið farnar að spíra ennþá. 
Þær plöntur sem eru í forræktun líta misvel út.  Erfitt er að forrækta inni í húsi, hitinn vill verða of mikill og plöntunar teygar og ljótar, en ég er ekki með gróðurhús allavega ekki enn.  Brokkolíið er ekki mjög fallegt og lenti líka í smá þurrki í mestu sólinni í fyrradag. 

No comments:

Post a Comment