Tuesday, May 10, 2011

Klipping á Svartylli

Ég er með Svartylli í garðinum mínum sem dafnar vel og vex mikið.  Fyrstu árin kól hann en undanfarin ár hefur hann ekkert kalið.  Hann blómstrar vel og hefur líka þroskað ber.  Ég hef notað blómin til að gera Ylliblómasaft sem er ákaflega góð.  Ég hef ekkert nýtt berin enda hef ég notað mest af blómklösunum í saftina.  Reyndar blómstrar hann tvisvar yfir sumarið.  Hann brotnaði töluvert í vetur og ég hef verið að leita mér upplýsinga um hvernig skuli klippa hann til að forðast þessar löngu og viðkvæmu greinar. 
Mér virðist sem best sé að klippa greinarnar eftir að hann hefur blómstrað svo ekki séu fjarlægðar blómmyndandi greinar.  Líklega best að klippa hann þá á haustin.
Blómknúppur

Hann er ekki mjög fallegur greyið, þarf klippingar við. 

No comments:

Post a Comment